Framhjáhald lífshættulegt?

Framhjáhald getur hugsanlega verið lífshættulegt, samkvæmt nýrri þýskri rannsókn. Hún leiðir í ljós að karlmenn sem halda framhjá konum sínum, eru líklegri til þess að deyja við samfarir með ástkonum sínum eða með vændiskonum, en karlar sem njóta ásta með eiginkonum eða unnustum sínum.

Eftir að hafa rannsakað um 30.000 dauðsföll sem urðu á þriggja áratuga tímabili, fundu fræðimenn við miðstöð réttarrannsókna í Frankfurt í Þýskalandi 60 tilfelli þar sem fólk hafði látist við samfarir. Af þessum fjölda, reyndust 56 vera karlmenn sem fengu hjartaáfall við kynlífsiðkun og af þeim, lést aðeins um fjórðungur í örmum eiginkvenna eða unnusta.

Yfir helmingur karlanna voru staddir hjá ástkonu sinni, eða á vændishúsi, þegar þeir létust, að því er skýrt er frá í þýsku tímariti í dag.

Fræðimennirnir geta einungis haft uppi getgátur um ástæður þess að svo hátt hlutfall karlanna lést við kynlífsiðkun með ástkonum eða á vændishúsum. Ein kenning er sú að karlarnir hafi lagt sérstaklega hart að sér í þessum ástaleikjum og líkamar þeirra ekki þolað álagið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.