Norðmaður brenndi 160.000 krónur

Norskur karlmaður á sextugsaldri gerði þau hrapallegu mistök að brenna peninga í arni á heimili sínu, þegar hann kom heim úr partíi.

Hann komst að því að inni í pappírshrúgunni sem hann henti á eldinn var umslag með 15.000 norskum krónum, eða sem nemur um 160.000 íslenskum krónum. Maðurinn, sem hafði fengið peningana fyrir listaverk sem hann hafði selt fyrr um daginn, sagði Avisa Nordland sögu sína gegn því að nafn hans yrði ekki birt.

„Ég kom seint heim eftir partí og langaði í bjór áður en ég færi að sofa,“ sagði hann við blaðið. „Það var kalt í stofunni, en það var glóð í arninum.“ Hann henti því pappír sem lá á gólfinu á glóðina. „Ég uppgötvaði of seint að peningaumslag hafði dottið á gólfið með pappírnum,“ sagði Norðmaðurinn ólánsami, sem býr á Lofoten.

Peningarnir fuðruðu algjörlega upp, en hefði eitthvað verið eftir af þeim hefði maðurinn getað fengið nýja seðla í staðinn hjá norska seðlabankanum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes