Önd lifði byssuskot og tveggja daga dvöl í ísskáp

Þessar endur hafa ekki þurft að dúsa í ísskáp svo …
Þessar endur hafa ekki þurft að dúsa í ísskáp svo vitað sé Ásdís Ásgeirsdóttir

Lífseig önd er komin undir læknishendur eftir að hafa lifað af byssuskot og tveggjadaga dvöl í ísskáp byssumannsins. Veiðimaður einn í Florida í Bandaríkjunum veiddi öndina og setti í ísskáp heimilisins, og taldi eðlilega að fuglinn væri dauður, enda með skotsár á vængjum og fótum. Húsmóðurinni á heimilinu brá svo í brún tveimur dögum síðar þegar öndin lyfti hausnum þegar húsmóðirin opnaði ísskápinn.

Þar sem öndin virtist ekki hafa áhuga á því að enda ævina á borðum fjölskyldunnar sem kvöldverður, var farið var með öndina til dýralæknis og þaðan í dýraathvarf.

Dýralæknirinn David Hale segir miklar líkur á að öndin lifi af og að hæg efnaskipti hafi bjargað lífi fuglsins í ísskápnum. Litlar líkur eru þó á að öndin nái svo góðri heilsu að hægt verði að sleppa henni, svo öndin ófeiga dvelur líklega í Goose Creek dýraathvarfinu héðan í frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir