María Magdalena veldur áhyggjum

Mikill áhugi almennings á Maríu Magdalenu veldur nú dönskum biskupum áhyggjum. Þrjár bækur danska höfundarins Lars Muhl um Maríu Magdalenu hafa nú selst í 20.000 eintökum og nýlega verið gefnar út á ensku. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Dýrkun Maríu Magdalenu er nýraunsæisbull,” segir Kjeld Holm, biskup í Árósum í samtali við tímaritið Nordjyske Stiftstidende. Søren Lodberg Hvas, biskup í Álborg tekur í sama streng og segir algert bull að Jesús og María hafi verið gift líkt og haldið er fram í bókum Muhl og metsöluskáldsögunni Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown.

Lars Muhl segir hins vegar mega rekja aukinn áhuga á Maríu Magdalenu og Maríu mey til aukinnar eftirspurnar eftir kvenlegum gildum og sögum innan kristninnar.Biskuparnir tveir segja Maríu mey  betur til þess fallna að svara slíkum þörfum enda sé hún tákngerfingur tilfinninga og kvenlegra dyggða innan kristninnar .  

„Ég tek áhuganum á móður Jesú fagnandi en tel öllum fyrir bestu að halda sig frá vangaveltum um hina Maríuna,” segir Søren Lodberg Hvas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raunveruleiki. Traust er best í hófi, reyndu að temja þér meira hlutleysi.