Fljúgandi furðuhlutur flaug yfir setningarathöfn Barack Obama

Obama forseti virðist víða vekja athygli, einnig í öðrum sólkerfum.
Obama forseti virðist víða vekja athygli, einnig í öðrum sólkerfum. Reuters

Svo virðist sem vinsældir forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, nái útfyrir sólkerfið. Komið hefur í ljós myndband, þar sem fljúgandi furðuhlutur virðist sveima yfir setningarathöfn Obama í Washington, þann 23. janúar síðastliðinn.

Upptakan kemur frá fréttastöðinni CNN og hefur farið hamförum á Netinu, ekki síst youtube.com. Hinsvegar skal tekið fram, að með nútímatækni er frekar auðvelt að falsa slík myndbönd, hvort sem það var gert í þessu tilviki eður ei.

Myndbandið má sjá hér:

http://www.youtube.com/watch?v=EFu6XJ3yChI

mbl.is

Bloggað um fréttina