Herferð heiðingja á hjólum

Auglýsingar með slagorðunum „Guð er trúlega ekki til. Hættu nú að hafa áhyggjur og njóttu lífsins“ á 200 rauðum strætisvögnum London hafa valdið fjaðrafoki í Bretlandi. Í ljósi sögunnar er þessi heimsins fyrsta herferð heiðingja, eins og spiegelonline nefndi hana, trúlega orðum aukin, þótt guðleysingjar í Þýskalandi og Spáni hafi tekið sér hana til eftirbreytni.

Upphafsmanneskjan er blaðamaðurinn og grínhöfundurinn Ariane Sherine, sem þótti sér gróflega misboðið í fyrra þegar hún sá á strætisvagni tilvitnun í Biblíuna ásamt upplýsingum um vefsíðu þar sem fullyrt var að heiðingjar myndu brenna í helvíti um alla eilífð. Hún bloggaði um hneykslan sína á vefsvæði The Guardian þar sem hún benti jafnframt á að guðleysingjar gætu lagt fram fimm pund hver til að berjast gegn trúarlegum auglýsingum af þessu tagi.

Tilgangurinn að upplýsa fólk

Atheist Bus CampaignThe God Delusion

Skoðanasystkini þeirra Sherine og Dawkins í Þýskalandi hafa þegar hafist handa við fjáröflun. Markmiðið er að strætisvagnar í Berlín, Münhen og Köln verði boðberar guðleysisins seinna á árinu. Phillip Möller, einn sex forsprakka verkefnisins þar í landi, segir tilganginn vera að upplýsa fólk. „Í upplýstu þjóðfélagi á fólk að geta sagt eitthvað í þessa veru án þess að eiga á hættu að vera refsað,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til þess að geta hjálpað öðrum þarftu fyrst að hafa öðlast frið með sjálfum þér. Farðu ekki of geyst heldur taktu eitt skref í einu og þá farnast þér vel.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Christina Lauren
3
Patricia Gibney
5
Steindór Ívarsson
Loka