Herferð heiðingja á hjólum

Auglýsingar með slagorðunum „Guð er trúlega ekki til. Hættu nú að hafa áhyggjur og njóttu lífsins“ á 200 rauðum strætisvögnum London hafa valdið fjaðrafoki í Bretlandi. Í ljósi sögunnar er þessi heimsins fyrsta herferð heiðingja, eins og spiegelonline nefndi hana, trúlega orðum aukin, þótt guðleysingjar í Þýskalandi og Spáni hafi tekið sér hana til eftirbreytni.

Upphafsmanneskjan er blaðamaðurinn og grínhöfundurinn Ariane Sherine, sem þótti sér gróflega misboðið í fyrra þegar hún sá á strætisvagni tilvitnun í Biblíuna ásamt upplýsingum um vefsíðu þar sem fullyrt var að heiðingjar myndu brenna í helvíti um alla eilífð. Hún bloggaði um hneykslan sína á vefsvæði The Guardian þar sem hún benti jafnframt á að guðleysingjar gætu lagt fram fimm pund hver til að berjast gegn trúarlegum auglýsingum af þessu tagi.

Tilgangurinn að upplýsa fólk

Hálfpartinn óafvitandi hrinti hún með bloggi sínu úr vör svokallaðri strætisvagnaherferð heiðingja, Atheist Bus Campaign. Verkefninu óx fiskur um hrygg þegar Richard Dawkins, þróunarlíffræðingur og opinber guðleysingi, höfundur The God Delusion, lagði því lið. Ekki leið á löngu þar til safnast hafði fimm sinnum meira fé en þau höfðu reiknað með og var þeim þá ekkert að vanbúnaði að láta til skarar skríða. Framtakið var svo formlega kynnt 6. janúar síðastliðinn.

Skoðanasystkini þeirra Sherine og Dawkins í Þýskalandi hafa þegar hafist handa við fjáröflun. Markmiðið er að strætisvagnar í Berlín, Münhen og Köln verði boðberar guðleysisins seinna á árinu. Phillip Möller, einn sex forsprakka verkefnisins þar í landi, segir tilganginn vera að upplýsa fólk. „Í upplýstu þjóðfélagi á fólk að geta sagt eitthvað í þessa veru án þess að eiga á hættu að vera refsað,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið hættulegt að ætla fólki krafta sem það býr ekki yfir. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauð/ur að þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið hættulegt að ætla fólki krafta sem það býr ekki yfir. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauð/ur að þeim.