Kötturinn át 500 evruseðil

Það er ýmislegt sem köttum dettur í hug
Það er ýmislegt sem köttum dettur í hug RAFAEL MARCHANTE

Dómstóll í Frankfurt hefur neitað því að krefja bankastjóra um að endurgreiða viðskiptavini 500 evrur, rúmar 90 þúsund krónur, en maðurinn heldur því fram að kötturinn hans hafi étið peningaseðilinn.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins verður Peter Neumann að mæta með leifar af peningaseðlinum sem sönnunargagn til þess að málið verði tekið fyrir í réttarkerfinu. Neumann segir að það geti reynst erfitt þar sem hann hafi leitað í skít kattarins en ekki fundið neitt og væntanlega hafi hann hent sönnunargagninu í ruslið. 

„Ég hreinsa kattasandinn daglega og sönnunargagnið er væntanlega löngu horfið núna," segir Neumann, samkvæmt vefnum Ananova en hann vildi að bankinn léti hann fá nýjan seðil í stað þessa sem kötturinn át.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.