Fráskildir stunda oftast kynlíf

Ellefu prósent fráskilinna Breta stunda kynlíf oftar en 21 sinni í mánuði, næstum tvisvar sinnum oftar en giftir, einhleypir, ekklar og ekkjur. Tæp 70% fráskilinna hafa að meðaltali kynmök 6-20 sinnum í mánuði.

Streita sem fylgir því að vera á vinnumarkaði og ala upp börn veldur því að eftirlaunaþegar stunda kynlíf tvisvar sinnum oftar en yngra fólk sem er í fullri vinnu.

Þetta er niðurstaða nýrrar breskrar könnunar. Þar segir ennfremur að 22% karlmanna 55 ára og eldri taki stinningarlyf og að 37% kvenna eigi kynlífsleikföng.

Enginn vill kúra hjá Brown

Einnig leiðir könnunin í ljós að kynþokki frambjóðenda í bresku þingkosningunum mun ekki hafa úrslitaáhrif á niðurstöðu kosninganna. Enginn þátttakandi könnunarinnar vildi njóta ásta með Gordon Brown og aðeins 5% voru til að hoppa í rúmið með David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins. Könnunin var framkvæmd á netinu og tóku 1.800 manns þátt í henni. Hún birtist á Valentínusardag í The Daily Telegraph.

Bloggað um fréttina