Mynd af Jesús með bjór vekur reiði

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kristnir íbúar Indlands eru afar ósáttir við mynd sem sýnir Jesús með bjórdós og sígarettu í hendi. Myndina er að finna í kennslubók í barnaskóla sem notuð er í norðausturhluta landsins. 

Bókin er handgerð og var notuð við kennslu í skóla sem kirkjan rekur í Meghalaya ríki en flestir íbúanna þar eru kristnir. Var bókin notuð til þess að tákna stafinn I í orðinu  Idol (átrúnaðargoð).

Eru yfirmenn kirkjunnar æfir út í útgefanda bókarinnar og segja bókina lýsa algjörum skorti á virðingu við trúarbrögðum.

Leitar lögregla nú að eiganda útgáfunnar sem gaf bókina út en hann á yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa vanvirt trúartákn. Jafnframt hefur kaþólska kirkjan bannað allar bækur frá útgáfufyrirtækinu og krefst opinberrar afsökunarbeiðni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.