Seldi demantshring á 1.200 kr.

Racquel Cloutier saknar demantshringsins.
Racquel Cloutier saknar demantshringsins.

Kona í Kaliforníu er miður sín eftir að eiginmaður hennar seldi gamalt box á bílskúrssölu fyrir slikk - óafvitandi að hún geymdi demantshringinn sinn í því á meðan hún lá á sængurkvennadeild eftir að hafa fætt fimmta barn þeirra.

Racquel Cloutier krossbrá þegar hún var útskrifuð fjórum dögum síðar og fann boxið hvergi. Þegar hún spurði eiginmanninn Eric þá kom í ljós að hann hafði selt boxið á 10 dollara, um 1.200 kr., en hringurinn er metinn á rúmar 2,6 milljónir. Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina sagðist Cloutier hafa brotnað niður og hágrátið þegar henni varð ljóst að hringurinn væri horfinn.

Á hverju ári taka nágrannarnir sig saman og halda stóra bílskúrssölu. Eiginmaðurinn ákvað að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum fjórum á meðan eiginkonan lá inni á spítala eftir að hafa alið fimmta barnið. Hann hugsaði sem svo að það gæti verið skemmtilegt fyrir þau að fá að taka þátt í bílskúrssölunni svo hann safnaði saman nokkrum hlutum á heimilinu og bauð til sölu.

Á meðal hlutanna sem hann leyfði börnunum að selja var gamalt box sem hægt er að geyma nokkur úr í. Boxið var í fataskápnum hans og taldi hann það tómt en það sem hann vissi ekki var að eiginkonan hafði sett demantshringinn sinn í það áður en hún fór á spítalann þar sem hún vildi geyma það á öruggum stað. 

Það eina sem maðurinn man er að ljóshærð kona keypti boxið og hafa þau hjónin leitað til fjölmiðla í þeirri von að ljóshærða konan skili hringnum. „Ég er í afskaplega miklu uppnámi. Ég er að reyna að vera bjartsýn en það gengur erfiðlega,“ segir eiginkonan. „Ég myndi aldrei halda hringnum ef ég hefði fundið hann. Ef þú ert heiðarleg, vertu heiðarleg. Það er augljóst að hringurinn átti ekki að vera í boxinu.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.