Sjö ára í ökuferð á bíl ömmu

Lögreglan ræddi við drengina um að þeir væru fullungir til …
Lögreglan ræddi við drengina um að þeir væru fullungir til að keyra. mbl.is/Eggert

Mildi þykir að ekki fór verr þegar tveir hollenskir bræður, fimm og sjö ára, stálust í bíltúr á bíl ömmu sinnar og keyrðu á staur eftir 1,5 km ferðalag.

„Lögreglumaður í hefðbundinni eftirlitsferð sá bílinn uppi á gangstétt, dyrnar opnar og tvo unga stráka standa við hlið hans,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Bloemendaal. „Eldri drengurinn sagði lögreglunni að hann hefði ekið bílnum um einn og hálfan kílómetra, keyrt á staur og numið staðar.“ Sagði hann við lögregluna að hann hefði þó verið í belti og bróðir hans í bílstól.

Farið var með þá bræður á lögreglustöð og rætt við þá. „Þeir voru síðan sóttir en sem betur fer voru þeir báðir ómeiddir,“ sagði talsmaðurinn. Aftur á móti væri tjónið á bílnum og staurnum umtalsvert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes