Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Afþakkar sæti í samninganefnd

7.3. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður, þar sem Félagsdómur dæmdi brottvikninguna ólögmæta. Þetta boð um að koma í félagið aftur stenst því ekkert. Ég er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð séu umboðslaus og að boða eigi aftur til kosninga,“ segir Heiðveig María. Meira »

British investor Mark Holyoake withdraws from Iceland Seafood

18.2. British investor Mark Holyoake stepped down from the board of Iceland Seafood International earlier this month. He acquired a controlling stake in the company in 2010 and has been involved in its development and acquisition of foreign fisheries companies ever since. He says that the timing is right to withdraw from the board, despite the fact that he will continue to hold a large share in ISI. Meira »

„Andrúmsloftið eins og svart og hvítt“

14.1. „Við erum komin fyrir vind, skulum við segja,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, en greint var frá því á föstudag að dregið hefur verið úr fyr­ir­huguðum niður­skurði stofnunarinnar. Meira »

Munu leggja Bjarna og segja upp fólki

9.1. Bjarna Sæmundssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, verður að óbreyttu lagt fyrir fullt og allt í haust. Þá mun að minnsta kosti tólf til sextán manns verða sagt upp störfum. Þetta segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Um er að ræða viðbrögð við hagræðingarkröfu stjórnvalda. Meira »

Stofnendurnir ótrúlega framsýnir

30.12. Í sjávarútvegi erlendis er horft til Íslands þegar kemur að tæknivæðingu í veiðum og vinnslu. Þetta segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra Marels í september. Meira »

Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

24.12. Veiðigjald undanfarinna ára hefur á engan hátt endurspeglað það árferði sem greinin býr við. Mörg fyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar sökum þessa og skattlagning ríkisins hefur dregið þrótt og fjárfestingargetu úr mörgum þeirra. Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

15.12. Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Fá áfallahjálp áratugum síðar

23.11. Þrjátíu og fjórir skipbrotsmenn berjast upp á líf og dauða í flaki togarans Egils rauða, sem strandað hefur í foráttubrimi undir hrikalegu hamrastáli Grænuhlíðar í Ísafjarðardjúpi. Um þetta fjallar meðal annars nýjasta bindið í bókaflokki Óttars Sveinssonar: „Útkall – Þrekvirki í Djúpinu“. Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

18.2. „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Undarlegt að vilja ekki hæsta verðið

9.2. Íslenskur fiskur er í sífellt auknum mæli fluttur óunninn úr landi í gámum, án þess að unnin hafi verið úr honum nokkur verðmæti. Þegjandi samkomulag virðist ríkja innan atvinnugreinarinnar um þessa þróun, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Meira »

Ekki fengið tillögurnar á sitt borð

10.1. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki enn hafa fengið á sitt borð tillögur forstjóra Hafrannsóknastofnunar, um hvernig stofnunin muni bregðast við kröfu stjórnvalda um hagræðingu. Meira »

Laxeldið opni leiðir fyrir aðra

31.12. Árið 2022 gæti laxeldi staðið undir 27% af heildarútflutningsverðmætum íslensks sjávarútvegs. Þetta segir Þorsteinn Másson, svæðisstjóri fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Bolungarvík. Meira »

Áhugaverðir tímar í vændum

25.12. Niðurstöður úr loðnuleiðangri í september þóttu hvorki gefa ástæðu til að gefa út kvóta loðnu í vetur né upphafskvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á sviði uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við 200 mílur að loðnustofninn hafi varla verið lélegri frá upphafi mælinga. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

17.12. Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vildi láta kanna tengsl við Tortóla-félag

29.11. Magnús Helgi Árnason héraðsdómslögmaður, sem sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar fyrr í mánuðinum, segir ástæðu úrsagnar sinnar tengjast afstöðu annarra stjórnarmanna til tillögu hans þess efnis að stjórnin fæli endurskoðendum félagsins að kanna hvort Vinnslustöðin ætti í viðskiptum við fyrirtækið Gordon Trade and Management LLP (GTM) sem skráð er í Bretlandi. Meira »

Aukið fiskeldi kallar á fjárútlát

22.11. Matvælastofnun þarf nauðsynlega aukið fjármagn til að geta sinnt bæði eftirliti og umfangsmikilli stjórnsýslu vegna fiskeldis. Að mati stofnunarinnar þarf að ráða inn starfsfólk sem sinnt getur stjórnsýslunni og haft eftirlit með rekstrarleyfum sem og fisksjúkdómum. Meira »