Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Skýrari línur í Eyjum

9.8. Í Vestmannaeyjum eru hjól atvinnulífsins tekin að snúast á ný eftir hina árlegu Þjóðhátíð. Hjá Vinnslustöðinni horfa menn aftur til hafs á sama tíma og nafni sölufélags útgerðarinnar hefur verið breytt. Meira »

Ánægðir með Ottó í Vestmannaeyjum

2.8. Mánuður er síðan HB Grandi afhenti Ísfélaginu togarann Ottó N. Þorláksson. Þrjátíu og sjö ár eru síðan skipið var smíðað, í Stálvík í Garðabæ árið 1981, en það stendur þó enn fyrir sínu. Meira »

Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum

1.7. Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við erfitt rekstrarumhverfi, ekki síst eftir að ekki rættist úr frumvarpi atvinnunefndar um endurútreikning veiðigjalda. Þetta segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka. Meira »

Ísinn gæti færst enn nær landi

8.6. Langar og þéttar hafísspangir sáust greinilega skammt norður undan Vestfjörðum um hádegi í dag þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir. Ásamt áhöfn voru um borð vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en blaðamaður og ljósmyndari mbl.is slógust einnig með í för. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

21.5. Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Munu kafa niður að flaki skipsins

1.5. Í byrjun þessa mánaðar munu kafarar Landhelgisgæslunnar kafa niður að flaki pólska flutningaskipsins SS Wigry, sem fórst við Hjörsey í Mýrasýslu í aftakaveðri í janúar árið 1942. Ekki var nákvæmlega vitað hvar skipið væri niðurkomið fyrr en Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, gerði út leiðangur með aðstoð nokkurra starfsmanna Gæslunnar á síðasta ári. Meira »

150 metrar horfnir þar sem mest er

26.4. Töluvert magn jökulíss hefur undanfarnar vikur brotnað framan af Breiðamerkurjökli þar sem hann rennur út í Jökulsárlón. Þar sem mest hefur brotnað af jöklinum virðist sem hann hafi styst um 150 metra, á aðeins rúmum mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Meira »

Veiðibann í sjónmáli

23.4. Ef fram fer sem horfir gæti ekki verið langt að bíða þess að humarveiðar verði bannaðar með öllu við strendur landsins. Því veldur dræm nýliðun í stofninum, sem verður sífellt eldri og minni samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Myndavélar og flygildi verði notuð

9.8. Fiskistofu verður heimilt að vakta löndun og vigtun afla með rafrænum eftirlitsmyndavélum, auk þess sem hún mun geta nýtt sér fjarstýrð loftför við eftirlitsstörf, verði væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra að veruleika. Meira »

Bátum fækkað um helming

5.7. Um tíu bátum er um þessar mundir róið til strandveiða frá Norðurfirði, eða um helmingi færri en síðustu tvö ár. Þetta segir Elías S. Kristinsson, sem gerir bátinn Þyt út frá Norðurfirði. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

24.6. Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Fiskeldi verði ein þriggja grunnstoða Vestfjarða

28.5. Vestfirðir hafa átt afar erfitt uppdráttar í lengri tíma, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður, fólki stöðugt fækkað og dauft verið yfir fjórðungnum. En nú sér fyrir endann á þeirri þróun. Meira »

„Dveljum ekki við þessa mynd“

17.5. Hægur og stígandi vöxtur er í fiskeldi á Íslandi, segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Hann gefur lítið fyrir efni myndarinnar „Undir yfirborðinu“, sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudag. Meira »

Íslendingar þurfi að vanda til verka

28.4. Eldi fjölda tegunda hefur verið reynt á Íslandi, ýmist á landi eða í sjó, með heldur misgóðum árangri. Ólafur Sigurgeirsson, lektor við Háskólann á Hólum, hefur skoðað þennan árangur og fjallaði um sínar niðurstöður í erindi á ráðstefnunni Strandbúnaði 2018 í mars. Meira »

Framför eða skref aftur til fortíðar?

26.4. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssamband smábáteigenda eru ósammála um ágæti nýs frumvarps atvinnunefndar um breytingar strandveiða. Frumvarpið gæti hlotið samþykki Alþingis í dag. Meira »

„Flotinn er að skreppa saman“

16.4. Víða er pottur brotinn í fyrirkomulagi smábátaveiða og fiskmarkaða og allt stefnir í að útgerð smábáta leggist nánast af innan fárra ára. Þetta segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Sólrúnar ehf. á Árskógssandi. Meira »