Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Snýst allt um þessa hvítu húfu

í gær Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Fá áfallahjálp áratugum síðar

23.11. Þrjátíu og fjórir skipbrotsmenn berjast upp á líf og dauða í flaki togarans Egils rauða, sem strandað hefur í foráttubrimi undir hrikalegu hamrastáli Grænuhlíðar í Ísafjarðardjúpi. Um þetta fjallar meðal annars nýjasta bindið í bókaflokki Óttars Sveinssonar: „Útkall – Þrekvirki í Djúpinu“. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

14.11. „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

„Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“

4.11. Afkoma fyrirtækja í botnfiskútgerð á síðasta ári versnaði hlutfallslega töluvert meira í Norðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Veiðigjöld höfðu sérstaklega mikil áhrif, en þau rúmlega þrefölduðust á milli ára. Litlar og meðalstórar útgerðir eru sagðar fara verst út úr kerfinu. Meira »

„Einfaldlega kolólöglegt“

1.11. „Þetta er einfaldlega kolólöglegt, og það er ljóst að þeir hafa ekki unnið sína undirbúningsvinnu nógu vel.“ Þetta segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem vikið var úr Sjómannafélagi Íslands eftir að stjórnarmenn sökuðu hana um að vinna gegn hagsmunum félagsins. Meira »

Sætti sig ekki við „blóðmjólkun“

30.10. „Ef menn eru að kaupa fyrirtæki í skuldsettum yfirtökum, og ætla sér síðan að blóðmjólka þau í framhaldinu til að greiða kaupverðið – það er eitthvað sem ég get ekki séð að við í lífeyrissjóðunum munum sætta okkur við,“ segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

18.10. „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »

Björt fer með rangt mál

10.10. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, reifar ranglega forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í grein sem hún skrifar í Fréttablaðið í dag. Meira »

Vildi láta kanna tengsl við Tortóla-félag

29.11. Magnús Helgi Árnason héraðsdómslögmaður, sem sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar fyrr í mánuðinum, segir ástæðu úrsagnar sinnar tengjast afstöðu annarra stjórnarmanna til tillögu hans þess efnis að stjórnin fæli endurskoðendum félagsins að kanna hvort Vinnslustöðin ætti í viðskiptum við fyrirtækið Gordon Trade and Management LLP (GTM) sem skráð er í Bretlandi. Meira »

Aukið fiskeldi kallar á fjárútlát

22.11. Matvælastofnun þarf nauðsynlega aukið fjármagn til að geta sinnt bæði eftirliti og umfangsmikilli stjórnsýslu vegna fiskeldis. Að mati stofnunarinnar þarf að ráða inn starfsfólk sem sinnt getur stjórnsýslunni og haft eftirlit með rekstrarleyfum sem og fisksjúkdómum. Meira »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

14.11. Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

„Hættur að botna neitt í þessu“

2.11. „Við höfum aldrei skipt okkur af neinu í öðrum félögum, og mér finnst það vera einkamál hvers félags fyrir sig hvernig menn hátta sínum málum,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, spurður hvort hann taki mark á gagnrýni formanna VR, Eflingar, Framsýnar og VLFA. Meira »

Fleiri uppsagnir hjá HB Granda

31.10. „Þetta er nánast að hverfa, það er bara þannig. Ætli það séu ekki átta starfsmenn eftir í verksmiðjunni, ef þeir eru þá svo margir,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Meira »

„Þetta getur varla staðist“

26.10. Synjun Isavia um birtingu auglýsingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem fullyrt er að stöðva þurfi áform fjölþjóðlegra stórfyrirtækja um laxeldi á Íslandi, felur í sér beina atlögu að tjáningarfrelsinu. Þetta segir talsmaður sjóðsins, Jón Kaldal. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

16.10. Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

„Það var ekkert annað í boði“

8.10. „Það var ekkert annað í boði en að bregðast við því upphlaupi sem hafði skapast í kjölfar úrskurðarins. Ókyrrðin hefur verið mikil og óöryggið sömuleiðis, og úr því þurfti að bæta.“ Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við 200 mílur. Meira »