Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Veiðibann í sjónmáli

í fyrradag Ef fram fer sem horfir gæti ekki verið langt að bíða þess að humarveiðar verði bannaðar með öllu við strendur landsins. Því veldur dræm nýliðun í stofninum, sem verður sífellt eldri og minni samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Vilja verða sterkur hluti af bæjarfélaginu

12.4. Hópur manna stendur að baki fyrirtækinu Landeldi ehf., en þeir hyggjast setja á fót lax- og bleikjueldi í Þorlákshöfn á næstu misserum. Ingólfur Snorrason, forsvarsmaður hópsins, segir í samtali við 200 mílur að mikil tækifæri leynist í bleikjueldi og að Þorlákshöfn eigi sér bjarta framtíð þrátt fyrir nýleg áföll í atvinnulífinu. Meira »

Full ástæða til að íhuga stöðuna

8.3. „Það hlýtur að vera töluvert umhugsunarefni fyrir alla þegar framlegð í einum af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar dregst saman með þeim hætti sem þarna er sýnt fram á,“ segir Kristján. Meira »

Fundu óvænt faldar mörgæsabyggðir

2.3. Á afskekktum eyjum undan Suðurskautsskaganum hafa fundist blómlegar mörgæsabyggðir sem telja hátt í 1,5 milljónir mörgæsa af tegundinni Adélie, sem farið hefur hratt hnignandi annars staðar á jörðinni. Uppgötvunin hefur komið vísindamönnum mjög á óvart. Meira »

„Hefði ekki þurft að fara svona illa“

11.2. „Maður hefði ekki trúað því að veðrið gæti orðið svona vont,“ segir Pálmi Hlöðversson, sem var II. stýrimaður á Óðni í hamfaraveðri febrúarmánaðar 1968, þá 25 ára. „Það hefur aldrei neitt veður komist nálægt þessu, öll þessi ár síðan.“ Meira »

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

9.2. Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar. Meira »

Stjórnvöld treysti mörk lögsögunnar

18.1. Eigi hafsvæði Íslands ekki að skerðast á komandi árum, þurfa íslensk stjórnvöld að huga að því að lýsa mörkum hennar og skila gögnum þar að lútandi til Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir dr. Snjólaug Árnadóttir, sem útskrifaðist í desember með doktorspróf í þjóðarétti frá Edinborgarháskóla. Meira »

Engin svör fengið frá Bandaríkjunum

19.12. Nýjar reglur bandarískra yfirvalda um rekjanleika sjávarafurða taka gildi um áramótin. Verður þá gerð krafa um rekjanleikavottorð vegna tiltekinna innfluttra afurða, en þar á meðal er þorskur frá Íslandi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur mótmælt þessum kröfum harðlega en aldrei fengið svör að utan. Meira »

„Flotinn er að skreppa saman“

16.4. Víða er pottur brotinn í fyrirkomulagi smábátaveiða og fiskmarkaða og allt stefnir í að útgerð smábáta leggist nánast af innan fárra ára. Þetta segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Sólrúnar ehf. á Árskógssandi. Meira »

Bílskúrinn í baksýnisspeglinum

6.4. Hátæknifyrirtækið Valka mun í dag opna nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Vesturvör 29 í Kópavogi. Af því tilefni blæs fyrirtækið til hátíðardagskrár á milli klukkan 16.30 og 18. Meira »

Þorskastríðin merkilegri en margir vilja vera láta

3.3. Gera má þorskastríðunum hærra undir höfði og fræða yngri kynslóðir um það sem þar fór fram. Þetta segir Flosi Þorgeirsson, sem vinnur nú að meistararitgerð um þorskastríðin frá sjónarhóli Breta. Meira »

Nítján ára í siglingu upp á líf og dauða

12.2. „Við vorum þeir síðustu sem komu lifandi í land. Við sluppum,“ segir Bjarni Benediktsson, sem var 19 ára II. vélstjóri Hugrúnar ÍS-7 þegar skipið lagði úr Bolungarvíkurhöfn í ofsaveðri í febrúar 1968, undir stjórn Hávarðs Olgeirssonar skipstjóra frá Bolungarvík. Meira »

„Aldrei lent í öðru eins veðri“

10.2. „Ég hef aldrei lent í öðru eins veðri og þessa daga,“ segir Sigurður Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, en hann stýrði áhöfn Óðins í gegnum einstakan veðurofsa til bjargar skipverjum breska togarans Notts County, sem strandað hafði á Snæfjallaströnd. Síðan eru liðin fimmtíu ár. Meira »

Samningar náðst við Færeyinga

29.1. Samningar hafa náðst við stjórnvöld Færeyja um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu og gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Samkomulagið náðist nú í hádeginu, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Meðal annars afsalar Ísland sér heimildum til veiða á 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld. Meira »

Sjómenn segja sig úr ASÍ

29.12. 94% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um útgöngu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur úr Alþýðusambandinu og Sjómannasambandinu vilja að félagið segi sig úr samböndunum tveimur. Meira »

„Þetta er náttúrlega sorglegt“

15.12. Tillaga starfshóps um niðurfellingu stærðar- og vélaraflstakmarkana skipa við veiðar hefur vakið hörð viðbrögð. Landssamband smábátaeigenda segir að vegið sé að framtíð smábátaútgerðar. Meira »