Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Borgarísjaki hulinn þoku

3.7. Hann var óneitanlega tignarlegur og tilkomumikill að sjá, borgarísjakinn sem reis upp úr þokunni 45 sjómílur frá Kögri, er flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

21.4. Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Afþakkar sæti í samninganefnd

7.3. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður, þar sem Félagsdómur dæmdi brottvikninguna ólögmæta. Þetta boð um að koma í félagið aftur stenst því ekkert. Ég er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð séu umboðslaus og að boða eigi aftur til kosninga,“ segir Heiðveig María. Meira »

British investor Mark Holyoake withdraws from Iceland Seafood

18.2. British investor Mark Holyoake stepped down from the board of Iceland Seafood International earlier this month. He acquired a controlling stake in the company in 2010 and has been involved in its development and acquisition of foreign fisheries companies ever since. He says that the timing is right to withdraw from the board, despite the fact that he will continue to hold a large share in ISI. Meira »

„Andrúmsloftið eins og svart og hvítt“

14.1. „Við erum komin fyrir vind, skulum við segja,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, en greint var frá því á föstudag að dregið hefur verið úr fyr­ir­huguðum niður­skurði stofnunarinnar. Meira »

Munu leggja Bjarna og segja upp fólki

9.1. Bjarna Sæmundssyni, rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, verður að óbreyttu lagt fyrir fullt og allt í haust. Þá mun að minnsta kosti tólf til sextán manns verða sagt upp störfum. Þetta segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Um er að ræða viðbrögð við hagræðingarkröfu stjórnvalda. Meira »

Stofnendurnir ótrúlega framsýnir

30.12. Í sjávarútvegi erlendis er horft til Íslands þegar kemur að tæknivæðingu í veiðum og vinnslu. Þetta segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra Marels í september. Meira »

Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

24.12. Veiðigjald undanfarinna ára hefur á engan hátt endurspeglað það árferði sem greinin býr við. Mörg fyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar sökum þessa og skattlagning ríkisins hefur dregið þrótt og fjárfestingargetu úr mörgum þeirra. Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

Norðanáttin hefur hlýnað

24.4. Ekki er ástæða til að ætla að aðstæður fyrir fiskeldi í sjókvíum hér við land muni fara versnandi á komandi árum. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerði nú á vormánuðum. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

20.4. Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

18.2. „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Undarlegt að vilja ekki hæsta verðið

9.2. Íslenskur fiskur er í sífellt auknum mæli fluttur óunninn úr landi í gámum, án þess að unnin hafi verið úr honum nokkur verðmæti. Þegjandi samkomulag virðist ríkja innan atvinnugreinarinnar um þessa þróun, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Meira »

Ekki fengið tillögurnar á sitt borð

10.1. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki enn hafa fengið á sitt borð tillögur forstjóra Hafrannsóknastofnunar, um hvernig stofnunin muni bregðast við kröfu stjórnvalda um hagræðingu. Meira »

Laxeldið opni leiðir fyrir aðra

31.12. Árið 2022 gæti laxeldi staðið undir 27% af heildarútflutningsverðmætum íslensks sjávarútvegs. Þetta segir Þorsteinn Másson, svæðisstjóri fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Bolungarvík. Meira »

Áhugaverðir tímar í vændum

25.12. Niðurstöður úr loðnuleiðangri í september þóttu hvorki gefa ástæðu til að gefa út kvóta loðnu í vetur né upphafskvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á sviði uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við 200 mílur að loðnustofninn hafi varla verið lélegri frá upphafi mælinga. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

17.12. Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »