Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Nítján ára í siglingu upp á líf og dauða

12.2. „Við vorum þeir síðustu sem komu lifandi í land. Við sluppum,“ segir Bjarni Benediktsson, sem var 19 ára II. vélstjóri Hugrúnar ÍS-7 þegar skipið lagði úr Bolungarvíkurhöfn í ofsaveðri í febrúar 1968, undir stjórn Hávarðs Olgeirssonar skipstjóra frá Bolungarvík. Meira »

„Aldrei lent í öðru eins veðri“

10.2. „Ég hef aldrei lent í öðru eins veðri og þessa daga,“ segir Sigurður Þ. Árnason, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, en hann stýrði áhöfn Óðins í gegnum einstakan veðurofsa til bjargar skipverjum breska togarans Notts County, sem strandað hafði á Snæfjallaströnd. Síðan eru liðin fimmtíu ár. Meira »

Samningar náðst við Færeyinga

29.1. Samningar hafa náðst við stjórnvöld Færeyja um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu og gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Samkomulagið náðist nú í hádeginu, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Meðal annars afsalar Ísland sér heimildum til veiða á 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld. Meira »

Sjómenn segja sig úr ASÍ

29.12. 94% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um útgöngu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur úr Alþýðusambandinu og Sjómannasambandinu vilja að félagið segi sig úr samböndunum tveimur. Meira »

„Þetta er náttúrlega sorglegt“

15.12. Tillaga starfshóps um niðurfellingu stærðar- og vélaraflstakmarkana skipa við veiðar hefur vakið hörð viðbrögð. Landssamband smábátaeigenda segir að vegið sé að framtíð smábátaútgerðar. Meira »

Óvissa vegna nýrra takmarkana

7.12. Nýtt ákvæði í bandarískri löggjöf, og væntanleg framkvæmd þess, veldur mönnum heilabrotum víða um heim. Ákvæðið gæti haft áhrif á netaveiðar hér á landi og jafnvel lokað á útflutning fiskafurða til Bandaríkjanna. Fátt er um svör þegar eftir þeim er leitað. Meira »

Breytt hegðun þorsks eftir veiðar

25.11. Fiskbein í gömlum verstöðvum á Vestfjörðum bera vitni um breytingar á vistkerfi sjávarins við Ísland allt frá því fyrir kristnitöku. Af rannsóknum á beinunum má draga lærdóm sem nýst getur nú á tímum mikilla loftslagsbreytinga. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

20.11. „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

„Hefði ekki þurft að fara svona illa“

11.2. „Maður hefði ekki trúað því að veðrið gæti orðið svona vont,“ segir Pálmi Hlöðversson, sem var II. stýrimaður á Óðni í hamfaraveðri febrúarmánaðar 1968, þá 25 ára. „Það hefur aldrei neitt veður komist nálægt þessu, öll þessi ár síðan.“ Meira »

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

9.2. Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar. Meira »

Stjórnvöld treysti mörk lögsögunnar

18.1. Eigi hafsvæði Íslands ekki að skerðast á komandi árum, þurfa íslensk stjórnvöld að huga að því að lýsa mörkum hennar og skila gögnum þar að lútandi til Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir dr. Snjólaug Árnadóttir, sem útskrifaðist í desember með doktorspróf í þjóðarétti frá Edinborgarháskóla. Meira »

Engin svör fengið frá Bandaríkjunum

19.12. Nýjar reglur bandarískra yfirvalda um rekjanleika sjávarafurða taka gildi um áramótin. Verður þá gerð krafa um rekjanleikavottorð vegna tiltekinna innfluttra afurða, en þar á meðal er þorskur frá Íslandi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur mótmælt þessum kröfum harðlega en aldrei fengið svör að utan. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

11.12. „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Stefnir í metfjölda útkalla í ár

28.11. Útköllum hjá þyrluflota Gæslunnar hefur fjölgað ört síðustu ár og útlit er fyrir að met verði sett á þessu ári í fjölda útkalla. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að í upphafi hafi þyrlurnar í raun verið hugsaðar til sjúkraflutninga fyrir sjómenn. Meira »

Úr svarta gullinu í bláa fjársjóðinn

22.11. Norðmenn eru ófeimnir við að viðurkenna að Íslendingar standi þeim framar á vissum sviðum sjávarútvegs. Nú vilja þeir færa þekkingu úr olíuiðnaðinum meðal annars yfir í sjávarútveg. Meira »

„Síldin var of sein að koma sér út“

19.10. Bygging brúar og vegfyllingar yfir Kolgrafafjörð hafði að öllum líkindum lítil áhrif á þann mikla síldardauða sem þar varð veturinn 2012-2013. Orsökina má heldur rekja til þriggja ólíkra þátta sem saman mynduðu mjög erfiðar aðstæður fyrir síldina. Meira »