Skúli Halldórsson

Skúli hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014. Hann stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands.

Yfirlit greina

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

13:14 Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

„Það var ekkert annað í boði“

8.10. „Það var ekkert annað í boði en að bregðast við því upphlaupi sem hafði skapast í kjölfar úrskurðarins. Ókyrrðin hefur verið mikil og óöryggið sömuleiðis, og úr því þurfti að bæta.“ Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við 200 mílur. Meira »

Svartsýnisspár gengu ekki upp

16.9. Breyttar reglur um strandveiðar hafa reynst betur en menn þorðu að vona, en eru þó ekki fullreyndar. Veiðin hefur verið ágæt en slæmt veður hefur víða komið í veg fyrir eða tafið fyrir að menn nái að nýta daga sína til fulls, stundum jafnvel ekki fyrr en í lok mánaðar. Meira »

Stærsti mánuðurinn frá upphafi

23.8. „Það er alveg gríðarlega mikið um að vera hjá okkur og heilmikið fjör við höfnina,“ segir Rúnar Gunnarsson, hafnarstjóri Seyðisfjarðarhafnar, en ísfisktogararnir Kaldbakur EA og Gullver NS hafa hvor um sig landað afla fjórum sinnum þar það sem af er ágústmánuði. Meira »

Myndavélar og flygildi verði notuð

9.8. Fiskistofu verður heimilt að vakta löndun og vigtun afla með rafrænum eftirlitsmyndavélum, auk þess sem hún mun geta nýtt sér fjarstýrð loftför við eftirlitsstörf, verði væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra að veruleika. Meira »

Bátum fækkað um helming

5.7. Um tíu bátum er um þessar mundir róið til strandveiða frá Norðurfirði, eða um helmingi færri en síðustu tvö ár. Þetta segir Elías S. Kristinsson, sem gerir bátinn Þyt út frá Norðurfirði. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

24.6. Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Fiskeldi verði ein þriggja grunnstoða Vestfjarða

28.5. Vestfirðir hafa átt afar erfitt uppdráttar í lengri tíma, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður, fólki stöðugt fækkað og dauft verið yfir fjórðungnum. En nú sér fyrir endann á þeirri þróun. Meira »

Björt fer með rangt mál

10.10. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, reifar ranglega forsendur niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í grein sem hún skrifar í Fréttablaðið í dag. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

22.9. Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Meiri virðing fyrir vísindunum

4.9. Afgreiðsla aflaráðgjafar Hafrannsóknastofnunar undanfarin ár er til marks um aukna trú fólks á þeim rannsóknum sem liggja þar að baki. Fylgjast þarf grannt með hlýnun og súrnun sjávar og þeim áhrifum sem þær breytingar hafa í för með sér. Meira »

Skýrari línur í Eyjum

9.8. Í Vestmannaeyjum eru hjól atvinnulífsins tekin að snúast á ný eftir hina árlegu Þjóðhátíð. Hjá Vinnslustöðinni horfa menn aftur til hafs á sama tíma og nafni sölufélags útgerðarinnar hefur verið breytt. Meira »

Ánægðir með Ottó í Vestmannaeyjum

2.8. Mánuður er síðan HB Grandi afhenti Ísfélaginu togarann Ottó N. Þorláksson. Þrjátíu og sjö ár eru síðan skipið var smíðað, í Stálvík í Garðabæ árið 1981, en það stendur þó enn fyrir sínu. Meira »

Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum

1.7. Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við erfitt rekstrarumhverfi, ekki síst eftir að ekki rættist úr frumvarpi atvinnunefndar um endurútreikning veiðigjalda. Þetta segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka. Meira »

Ísinn gæti færst enn nær landi

8.6. Langar og þéttar hafísspangir sáust greinilega skammt norður undan Vestfjörðum um hádegi í dag þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir. Ásamt áhöfn voru um borð vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en blaðamaður og ljósmyndari mbl.is slógust einnig með í för. Meira »

„Þetta er algjört hrun“

21.5. Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »