Stefnir efnahag bankans ekki í hættu

Verðtrygging | 24. nóvember 2014

Stefnir efnahag bankans ekki í hættu

Verði niðurstaða íslenskra dómstóla á þann veg að lánveitandi hafi ekki upplýst neytandann nægjanlega um áhrif verðtryggingarákvæðis í lánasamningi kann það að hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir Arion banka, en þó ekki að því marki að það stefni efnahag bankans í hættu.

Stefnir efnahag bankans ekki í hættu

Verðtrygging | 24. nóvember 2014

mbl.is/Kristinn

Verði niðurstaða íslenskra dómstóla á þann veg að lánveitandi hafi ekki upplýst neytandann nægjanlega um áhrif verðtryggingarákvæðis í lánasamningi kann það að hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir Arion banka, en þó ekki að því marki að það stefni efnahag bankans í hættu.

Verði niðurstaða íslenskra dómstóla á þann veg að lánveitandi hafi ekki upplýst neytandann nægjanlega um áhrif verðtryggingarákvæðis í lánasamningi kann það að hafa fjárhagslegar afleiðingar fyrir Arion banka, en þó ekki að því marki að það stefni efnahag bankans í hættu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi til Kauphallarinnar í morgun. 

„Fjárhagsstaða Arion banka er sterk, bankinn er með 160 milljarða í eigið fé og eiginfjárhlutfall  sem er vel yfir ítrustu kröfum FME.

Í dag kvað EFTA-dómstóllinn upp ráðgefandi álit sem varðar verðtryggt lán til neytanda. Umrætt mál er rekið fyrir íslenskum dómstólum og það er því hlutverk íslenskra dómstóla að meta áhrif álitsins á meðferð málsins og niðurstöðu þess. Gera má ráð fyrir að málsmeðferð fyrir dómstólum taki 6-12 mánuði,“ segir í tilkynningu. 

Ekki má miða við 0% verðbólgu.

mbl.is