Tryggja þarf að virði peninganna brenni ekki upp

Vextir á Íslandi | 24. nóvember 2022

Tryggja þarf að virði peninganna brenni ekki upp

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að verkalýðsfélögin átti sig á því að engu máli skipti hvað aðilar vinnumarkaðarins semji um ef Seðlabankinn stendur ekki í baki virði peninganna þar sem hækkanirnar komi þá ekki fram í auknum lífskjörum og kaupmætti fólks. Þetta kom fram í máli hans á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í dag, en mikil óánægja hefur verið á meðal forystumanna verkalýðsfélaga um 0,25 prósentustiga stýrivaxtarhækkunar Seðlabankans í gær.

Tryggja þarf að virði peninganna brenni ekki upp

Vextir á Íslandi | 24. nóvember 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að verkalýðsfélögin átti sig á því að engu máli skipti hvað aðilar vinnumarkaðarins semji um ef Seðlabankinn stendur ekki í baki virði peninganna þar sem hækkanirnar komi þá ekki fram í auknum lífskjörum og kaupmætti fólks. Þetta kom fram í máli hans á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í dag, en mikil óánægja hefur verið á meðal forystumanna verkalýðsfélaga um 0,25 prósentustiga stýrivaxtarhækkunar Seðlabankans í gær.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að verkalýðsfélögin átti sig á því að engu máli skipti hvað aðilar vinnumarkaðarins semji um ef Seðlabankinn stendur ekki í baki virði peninganna þar sem hækkanirnar komi þá ekki fram í auknum lífskjörum og kaupmætti fólks. Þetta kom fram í máli hans á peningamálafundi Viðskiptaráðs Íslands í dag, en mikil óánægja hefur verið á meðal forystumanna verkalýðsfélaga um 0,25 prósentustiga stýrivaxtarhækkunar Seðlabankans í gær.

„Ef við stæðum ekki á bak við virði peninganna sem er verið að borga út þá brenna þeir. Þá er alveg sama hvað aðilar vinnumarkaðarins semja um, þeir geta samið um 5%, 10%, 20% hækkanir það skiptir engu máli þar sem það kemur ekki fram í lífskjörum eða kaupmætti fólksins. Það er ómöguleiki að ætla að bregðast við þessari stöðu með vaxtahækkunum okkar og verðbólgu með því að hækka launin. Við fáum fleiri seðla í veskið en það er ekki að skila fólki neinu. Það er heldur ekki að skila fólkinu neinu að lemja á Seðlabankanum fyrir að gera það sem honum ber lagaleg skylda til þess að gera,“ sagði Ásgeir.

Á fundinum var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig mættur ásamt Ásgeiri til að ræða stöðuna í efnahagslífinu, en yfirskrift fundarins var: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Getum ekki verið áskrifandi að ákveðnum kaupmætti og lífskjörum

Verðbólguhorfur hafa breyst lítið á milli funda peningastefnunefndar og veiking krónunnar ekki meiri en 2,7% á milli funda. Auk þess á fyrri vaxtahækkun ennþá eftir að hafa full áhrif og er breytingin því ekki stórvægileg á milli funda. Spurður um hvers vegna hefði verið ráðist í frekari hækkun stýrivaxta sagði Ásgeir ástæðuna meðal annars felast í vexti einkaneyslu og vísbendinga sem bendi til þess að við séum að fara í viðskiptahalla á næsta ári.

Ásgeir benti jafnframt á að ákveðin óvissa væri til staðar og að verkalýðsfélögin yrðu að átta sig á því að þjóðin gæti ekki gerst áskrifandi að ákveðnum kaupmætti eða lífskjörum.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnumarkaðsmódelið einn stærsti veikleikinn

Bjarni var spurður út í hver það væri sem bæri ábyrgð á verðbólgunni rétt eins og yfirskrift fundarins ber með sér. Bjarni sagði alla aðila bera ábyrgð á verðbólgunni en mikilvægt væri að benda ekki alltaf fingrinum á næsta manni. Bjarni taldi stærsta veikleikann felast í vinnumarkaðsmódelinu og það hvernig niðurstaða væri leidd fram.

„Ég hef ennþá mestar áhyggjur af því og ég held að það sé óraunhæft að tala um að hafa langtímavæntingar um lága verðbólgu og viðvarandi vaxtastig ef við vinnum ekki bót á því vandamáli.“

mbl.is