Slegist um mjólkurglas Biebers

Justin Bieber | 17. október 2016

Slegist um mjólkurglas Biebers

Á dögunum var greint frá því að tryggur aðdáandi Justin Biebers hefði haft heim með sér glas sem söngvarinn notaðist við í London, en hann snæddi kvöldverð á hverfiskrá í borginni.

Slegist um mjólkurglas Biebers

Justin Bieber | 17. október 2016

Justin Bieber drakk úr mjólkurglasi á dögunum, sem nú er …
Justin Bieber drakk úr mjólkurglasi á dögunum, sem nú er til sölu á Ebay. AFP

Á dögunum var greint frá því að tryggur aðdáandi Justin Biebers hefði haft heim með sér glas sem söngvarinn notaðist við í London, en hann snæddi kvöldverð á hverfiskrá í borginni.

Á dögunum var greint frá því að tryggur aðdáandi Justin Biebers hefði haft heim með sér glas sem söngvarinn notaðist við í London, en hann snæddi kvöldverð á hverfiskrá í borginni.

Frétt mbl.is: Lax, kartöflumús og mjólkurglas fyrir Bieber

Í stað þess að fara á fokdýran veitingastað ákvað kappinn að snæða á hverfiskrá.

„Hann pantaði lax, kartöflumús og mjólkurglas. Hann var ekki að drekka áfengi. Við geymdum glasið, ég held að ein stúlkan hafi tekið það með sér heim. Það hefur ekki verið þvegið,“ var haft eftir einni starfsstúlkunni.

Líkt og sjá má í frétt Mirror hefur glasið nú verið boðið til sölu á uppboðssíðunni Ebay. Upphaflega var bæði hægt að bjóða í glasið, sem og að kaupa það á 500 sterlingspund. Margir hafa þó sýnt glasinu áhuga og hefur tilboðum rignt inn og verðið því hækkað eftir því.

Í raun virðist vera að hæsta boðið sé komið upp í 65.900 sterlingspund, eða tæplega 9,2 milljónir íslenskra króna en fylgjast má með uppboðinu hér. 

Samkvæmt seljanda hefur glasið ekki enn verið þvegið.
Samkvæmt seljanda hefur glasið ekki enn verið þvegið. Ljósmynd / skjáskot Ebay
mbl.is