6.000 Íslendingar í verulegum spilavanda

6.000 Íslendingar í verulegum spilavanda

Tæplega 6.000  Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar. Spilakassar er sú tegund peningaspila sem flestir í þessum hópi spila og þeim sem spila ýmis konar fjárhættuspil á netinu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur spilafíkn um árabil.

6.000 Íslendingar í verulegum spilavanda

Rafrænt morfín eða saklaus spilamennska? | 25. nóvember 2019

Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur …
Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað spilafíkn um árabil. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tæplega 6.000  Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar. Spilakassar er sú tegund peningaspila sem flestir í þessum hópi spila og þeim sem spila ýmis konar fjárhættuspil á netinu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur spilafíkn um árabil.

Tæplega 6.000  Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar. Spilakassar er sú tegund peningaspila sem flestir í þessum hópi spila og þeim sem spila ýmis konar fjárhættuspil á netinu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir Daníel Þór Ólason, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur spilafíkn um árabil.

Daníel segir of fá meðferðarúrræði í boði hér á landi og nauðsynlegt sé hugað verði að breyttu fyrirkomulagi um spilamennsku, m.a. fyrir spilakassa.

Flestir spilafíklar spila í spilakössum

Niðurstöður könnunar sem Daníel vann fyrir dómsmálaráðuneytið benda m.a. til þess að 2,3% Íslendinga; 3,5% karla og 1,1% kvenna eigi við spilavanda að stríða. Flestir í þessum hópi eru ekki með meiri menntun en grunnskólapróf, eru á aldrinum 18-25 ára, einhleypir og með lágar tekjur. Spilakassar er sú tegund peningaspila sem flestir í þessum hópi spila.  Skýrslu um könnunina, sem ber heitið Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2017, var skilað til dómsmálaráðuneytisins í lok síðasta árs.

Tæplega 6.000 Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og …
Tæplega 6.000 Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar, samkvæmt rannsókn Daníels

Könnun af þessu tagi var síðast gerð árið 2011 og á þeim sex árum sem liðu á milli kannana varð talsverð aukning í hópi þeirra sem veðja á úrslit íþróttaleikja og spila ýmis konar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum; einkum í netspilakössum. Þessa fjölgun má aðallega rekja til ungra karla. 

Reglulegum peningaspilurum hefur fjölgað

Í könnun Daníels kemur m.a. fram að þeim sem spila vikulega, svokölluðum reglulegum peningaspilurum, hefur fjölgað. 2017 var hlutfall þeirra 18,4%, en var 14,9% árið 2011.  8,9% sögðust hafa spilað í spilakassa a.m.k. einu sinni síðustu 12 mánuði, 1,3% sögðust spila í þeim mánaðarlega og 0,6% vikulega eða oftar. 1,3% sagðist hafa spilað a.m.k. einu sinni í spilakassa á netinu undanfarna 12 mánuði og 0,2% höfðu gert það mánaðarlega. Um helmingur svarenda í könnuninni sagðist hafa tapað lítillega eða miklu í peningaspilum og hátt í 40% sagðist hvorki hafa hagnast né tapað. 1,7% hafði hagnast mikið og 9,9% hagnaðist lítillega. 

Niðurstöður könnunar sem Daníel vann fyrir dómsmálaráðuneytið benda m.a. til …
Niðurstöður könnunar sem Daníel vann fyrir dómsmálaráðuneytið benda m.a. til þess að 2,3% Íslendinga; 3,5% karla og 1,1% kvenna eigi við spilavanda að stríða. mbl.is/Árni Sæberg

„Spilavandi hefur m.a. þau áhrif á líf fólks að það er orðið upptekið af hugsunum um spil og næsta tækifæri til að spila. Það hefur oft reynt að hafa stjórn á spilamennskunni en ekki tekist það og þátttakan er hugsanlega farin að hafa neikvæð áhrif á líf þeirra. Þetta er áhættuhópur og ef sá sem er í þessum hópi breytir ekki hegðun sinni er hætta á að hann ánetjist spilum,“ segir Daníel sem segir að taka verði spilavanda alvarlega. „Fyrir hvern þann sem á í vanda er líklegt að ástandið hafi einnig neikvæð áhrif á fjölmarga aðra í nærumhverfi hans.“

Fáir hagnast í peningaspilum samkvæmt rannsókn Daníels.
Fáir hagnast í peningaspilum samkvæmt rannsókn Daníels.

Niðurstaðan ákveðin þegar ýtt er á takkann

Daníel segir allar rannsóknir á spilafíkn, bæði hér á landi og erlendis, sýna að þátttaka í spilakössum sé sú tegund spila sem tengist helst spilafíkn. „Spilakassar hafa þá eiginleika að hver leikur tekur mjög stuttan tíma frá því að stutt er á hnappinn og niðurstaðan er fengin. Tíðni endurgjafar í formi vinnings, sem oftast er smávinningur, er mikil og fólk upplifir að það hafi stjórn á leiknum. En það er ímyndað, þar sem niðurstaðan er ávallt tilviljunum háð. Sá möguleiki í sumum spilakössum að geta notað stopp-takka ýtir undir þessa ályktunarvillu spilarans um að hann hafi stjórn á leiknum því niðurstaða leiksins var í raun ákveðin á því sekúndubroti sem ýtt var á start-takkann.“

Þeim sem aldrei hafa spilað peningaspil hefur fækkað undanfarin ár.
Þeim sem aldrei hafa spilað peningaspil hefur fækkað undanfarin ár.

Flótti frá áhyggjum hversdagsins

Daníel segir að í rannsóknum hafi ítrekað komið fram að spilafíklar, sem spili í spilakössum, upplifi margir sömu tilfinninguna. „Að „sóna“ út. Þetta sé flótti frá áhyggjum hversdagsins og að spilunin snúist um svo margt annað en að sitja og reyna að vinna peninga. Á meðan þeir eru að þessu, þá eru þeir ekki að hugsa um neitt annað.“

Hvað finnst þér sem sálfræðingi um þau meðferðarúrræði sem boðið er upp á hér á landi við spilafíkn? „Að mínu mati hefur verið of lítið framboð af úrræðum og lítið að gerast í þessum málum. Helgarnámskeið SÁÁ hafa verið þau einu, sem eru sérstaklega sniðin að spilafíklum, sem hafa verið í boði innan heilbrigðiskerfisins, en mér skilst að það standi til að efla meðferðarstarf fyrir spilafíkla hjá þeim á næstunni. Ég veit einnig til þess að fáeinir sálfræðingar hafa boðið upp á meðferð við spilafíkn og þá eru nokkrir ráðgjafar starfandi, eins og t.d. Alma Hafsteinsdóttir hjá Spilavandi.is.

Spilakassar eru ekki eins og hver önnur söluvara

Spurður hvort hann sjái þversögn í því að Háskóli Íslands, sem hann starfi hjá við rannsóknir á spilafíkn, njóti ágóðans af spilakössunum í gegnum Happdrætti Háskóla Íslands svarar Daníel að vissulega megi líta á það þannig. „Hér, eins og á hinum Norðurlöndunum fer ágóðinn af peningaspilum til góðra mála. Á öðrum Norðurlöndum eru nánast öll peningaspil rekin af fyrirtækjum í ríkiseigu og ríkið ákveður hvert féð fer, m.a. til háskóla, en hér eru þeir reknir af opinberum stofnunum eða samtökum sem hafa til þess sérstakt leyfi samkvæmt lögum. Við verðum einnig að hafa í huga að þetta er ekki eins og hver önnur söluvara og ég er ekki viss um að það væri gott fyrirkomulag ef einkafyrirtæki sæju um reksturinn.“

Háskóli Íslands rekur spilakassastaðina Háspennu og framan á sumum þeirra …
Háskóli Íslands rekur spilakassastaðina Háspennu og framan á sumum þeirra eru ljósaskilti með áletruninni Casino slots. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Segir spilakort álitlegan kost

Að mati Daníels er mikil þörf á breyttu fyrirkomulagi spilakassanna og jafnvel annarra peningaspila regluverki í kringum það. Þar horfir hann til hinna Norðurlandanna, þar sem svokölluð spilakort hafa verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og hugmyndir eru um að taka slíkt kort upp í Danmörku á næsta ári. Í þessum löndum eru ríkisrekin spilafyrirtæki, en erlend fyrirtæki um rekstur peningaspila á netinu hafa einnig fengið rekstrarleyfi í Danmörku og Svíþjóð og verða þar að fara eftir sömu reglum og þau ríkisreknu um ábyrga spilamennsku.

„Spilakortin virka þannig að fólk þarf að skrá sig til þess að geta spilað í spilakössum og á netinu. Það þarf að leggja peninga inn á spilakortið, eða reikning ef um netspilun er að ræða, þannig að sá sem spilar er alltaf búinn að borga fyrirfram. Með spilakortinu er líka hægt að sjá hversu miklu hefur verið eytt í spil á tilteknu tímabili,  hægt er að setja sér mörk um eyðslu og þá getur fólk útilokað sjálft sig með því að setja sig í spilabann,“ segir Daníel.

Velferð skiptir meira máli en tekjur

Hann segir að í Noregi sé t.d. ekki hægt að spila fyrir meira en sem nemur 270.000 íslenskar krónum, 20.000 NOK á mánuði í peningaspil sem rekin eru af þarlendum aðilum. Daglegt hámark í spilakassana er um 8.800 kr (650 NOK) og mánaðarlegt hámark í þá er um 36.500 kr (2.700 NOK). „Með þessu setti ríkið sér stefnu í þessum málum, en áður en þessar reglur voru settar var mikill fjöldi spilakassa á svæðum þar sem tekjur voru lágar og lágt menntunarstig. Og þetta hefur vissulega haft áhrif. Til dæmis hefur dregið mjög úr eftirspurn eftir meðferð við spilafíkn og hringingum í hjálparlínur vegna spilafíknar hefur fækkað.“

Við verðum að hafa í huga að þetta er ekki …
Við verðum að hafa í huga að þetta er ekki eins og hver önnur söluvara, segir Daníel um spilakassana. Kristinn Ingvarsson

„Ég er þeirrar skoðunar að dómsmálaráðherra eigi að leita leiða til að stuðla að ábyrgri spilamennsku. Við sem samfélag ættum virkilega að fara að huga að því að taka upp spilakort og mögulega væri hægt að byrja á spilakössunum. Ég geri mér grein fyrir því að tekjur fyrirtækjanna sem eiga þá og reka myndu minnka, en sú staðreynd skiptir minna máli en velferð samborgara okkar,“ segir Daníel.

mbl.is