Með spilavítið í vasanum

Með spilavítið í vasanum

Spilafíkn fylgir gríðarlega mikil skömm. Skilningur á þessari fíkn er áratugum á eftir skilningi á áfengis- og vímuefnafíkn og algeng spurning til spilafíkils er: „Af hverju hættirðu bara ekki að spila?“ Þetta segir Ásgrímur Jörundsson, meðferðarráðgjafi hjá SÁÁ. Hann hefur starfað með spilafíklum í yfir 20 ár og sérhæft sig í meðferð sem þessari. Nú stendur til að bæta við meðferðina og efla hana.

Með spilavítið í vasanum

Rafrænt morfín eða saklaus spilamennska? | 26. nóvember 2019

Ásgrímur Jörundsson, meðferðarráðgjafi hjá SÁÁ, hefur starfað með spilafíklum í …
Ásgrímur Jörundsson, meðferðarráðgjafi hjá SÁÁ, hefur starfað með spilafíklum í yfir 20 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spilafíkn fylgir gríðarlega mikil skömm. Skilningur á þessari fíkn er áratugum á eftir skilningi á áfengis- og vímuefnafíkn og algeng spurning til spilafíkils er: „Af hverju hættirðu bara ekki að spila?“ Þetta segir Ásgrímur Jörundsson, meðferðarráðgjafi hjá SÁÁ. Hann hefur starfað með spilafíklum í yfir 20 ár og sérhæft sig í meðferð sem þessari. Nú stendur til að bæta við meðferðina og efla hana.

Spilafíkn fylgir gríðarlega mikil skömm. Skilningur á þessari fíkn er áratugum á eftir skilningi á áfengis- og vímuefnafíkn og algeng spurning til spilafíkils er: „Af hverju hættirðu bara ekki að spila?“ Þetta segir Ásgrímur Jörundsson, meðferðarráðgjafi hjá SÁÁ. Hann hefur starfað með spilafíklum í yfir 20 ár og sérhæft sig í meðferð sem þessari. Nú stendur til að bæta við meðferðina og efla hana.

SÁÁ hefur veitt meðferð við spilafíkn frá árinu 1992 og býður nú reglulega upp á þriggja daga helgarmeðferð við fíkninni. Meðferðin er veitt í Von, húsi samtakanna í Efstaleiti og felst í fyrirlestrum og hópfundum. Að auki býður SÁÁ meðferð, viðtöl og stuðningshópa fyrir fólk með spilavanda og -fíkn og þá er nokkuð um að fólk í þessum hópi fari í meðferð með fólki með áfengis- og fíkniefnavanda á sjúkrahúsinu Vogi.  „Við höfum aukið þjónustu við þennan hóp, enda fer hann sístækkandi,“ segir Ásgrímur. 

Hann segir þarfir þessa hóps, eins og annarra fíkla, mismunandi. Sumum nægi helgarmeðferðin, aðrir þurfi á annarskonar og lengri meðferð að halda. Spurður hvort áfengis- og vímuefnameðferð nýtist fólki með spilafíkn segir hann það vera reynslu SÁÁ að svo sé. „En fólk þarf vissulega að nálgast meðferðina á þeim forsendum að það sé með spilafíkn,“ segir Ásgrímur og bætir við að verið sé að endurskoða fyrirkomulag meðferðarinnar. Nú sé verið að skoða leiðir til að bjóða upp á lengri og annars konar meðferðir fyrir spilafíkla. „Við erum að vinna að því að breyta meðferðinni og auka þjónustu við þennan hóp.“

Meira af yngra fólki nú en áður

Á þeim rúmu 20 árum sem hann hefur starfað við meðferð spilafíkla hefur margt breyst, að sögn Ásgríms. „Við sjáum meira af yngra fólki núna. Áður var eldra fólk í meirihluta, en það hefur snúist við. Það gæti verið vegna þess að netspilun hefur aukist, en ég gæti trúað að hlutfallið á milli spilakassa og netspilunar væri 50/50.“ 

Hann segir að fólk sé yfirleitt komið í verulega erfiðleika þegar það leitar aðstoðar við spilafíkn sinni. „Það kemur yfirleitt enginn nema hann sé kominn í vandræði;  kominn út í horn að einhverju leyti. Yfirleitt hefur verið þrýstingur frá fjölskyldu, vinum eða vinnuveitanda um að koma í meðferð, frumkvæðið kemur sjaldnast frá spilafíklinum sjálfum.“ 

Ásgrímur segir að fólk sé yfirleitt komið í verulega erfiðleika …
Ásgrímur segir að fólk sé yfirleitt komið í verulega erfiðleika þegar það leitar aðstoðar við spilafíkn sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eins og smálánin séu hönnuð fyrir fólk í fíkn“

Oftast sé fólk búið að skuldsetja sjálft sig og marga aðra í kringum sig. „Það tekur oft langan tíma að vinda ofan af því. Og þetta versnaði eftir að smálánin komu til sögunnar - það er eins og þau séu beinlínis hönnuð fyrir fólk í fíkn og fjárhagsvanda.“

Ásgrímur segir að ýmislegt greini spilafíkla frá öðrum fíklum. „Spilafíkillinn heldur að næst þegar hann spilar muni allt lagast; þá fái hann stóra vinninginn og allt falli í ljúfa löð. Alkóhólistinn er ekki með neinar slíkar hugmyndir um næsta fyllerí; hann hefur engar grillur um að þá muni allt lagast, hann vill bara komast í áfengisvímu. Og svo er miklu auðveldara aðgengi að peningaspilum en vímuefnum.  Núna er fólk einfaldlega með spilavítið í símanum og þar með í vasanum. Þetta gæti ekki verið aðgengilegra og í raun er miklu auðveldara fyrir spilafíkilinn að nálgast spilin en fyrir alkóhólistann að ná í áfengi. Ef ég mætti ráða, þá væri aðgengi að spilakössum og netspilum takmarkað. Að mínu mati er þetta allt of sýnilegt.

Gott að féð sé notað í samfélagslega þágu

SÁÁ á 9,5% í Íslandsspilum, sem nýtur ágóðans úr spilakössunum og hluti SÁÁ af hreinum tekjum Íslandsspila af rekstri kassanna var rúmar 76 milljónir í fyrra. Spurður hvort hann sjái þversögn í þessu; að hluta rekstrarfjár SÁÁ megi rekja til spilafíkla, segir Ásgrímur að hann hafi vissulega velt því fyrir sér. „Ég var gríðarlega gagnrýninn á það fyrst og ég skil vel að þetta veki spurningar. En ef SÁÁ fengi ekki ágóðann, þá færi hann væntanlega eitthvert annað; t.d. til einkaaðila. Það er þó alla vegana gott að þetta fé sé notað í samfélagslega þágu.“

„Við sjáum meira af yngra fólki núna. Áður var eldra …
„Við sjáum meira af yngra fólki núna. Áður var eldra fólk í meirihluta, en það hefur snúist við,“ segir Ásgrímur mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is