Sláandi tölfræði frá Balkanskaganum

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júlí 2020

Sláandi tölfræði frá Balkanskaganum

Í Austurríki tók í gildi á miðvikudaginn hæsta viðvörunarstig gagnvart ferðalögum frá löndum á vestanverðum Balkanskaganum. Í gegnum heimsfaraldurinn hefur ástandið á því svæði verið tiltölulega gott, en undanfarið hefur tölfræðin gerbreyst:

Sláandi tölfræði frá Balkanskaganum

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júlí 2020

Serbneskir hermenn setja upp bráðabirgðasjúkrahús. 3. júlí var bann lagt …
Serbneskir hermenn setja upp bráðabirgðasjúkrahús. 3. júlí var bann lagt við að fleiri en fimm hittust í einu. 250 ný smit á dag, samanborið við um 50 á dag í síðasta mánuði. AFP

Í Austurríki tók í gildi á miðvikudaginn hæsta viðvörunarstig gagnvart ferðalögum frá löndum á vestanverðum Balkanskaganum. Í gegnum heimsfaraldurinn hefur ástandið á því svæði verið tiltölulega gott, en undanfarið hefur tölfræðin gerbreyst:

Í Austurríki tók í gildi á miðvikudaginn hæsta viðvörunarstig gagnvart ferðalögum frá löndum á vestanverðum Balkanskaganum. Í gegnum heimsfaraldurinn hefur ástandið á því svæði verið tiltölulega gott, en undanfarið hefur tölfræðin gerbreyst:

Í Serbíu fjölgaði nýjum tilfellum um 125% frá viku til þeirrar næstu, í Bosníu og Hersegóvínu um 75% og í Króatíu um heil 232%. Á grundvelli þessa hefur Austurríki bannað ferðir frá þessum löndum, svo og einnig Montenegro, Norður-Makedóníu og Albaníu. Austurríkismenn sem hafa verið í þessum löndum nýlega þurfa að fara beinustu leið í sóttkví.

Þessar aðgerðir Austurríkismanna notar Spiegel sem útgangspunkt til að leggja áherslu á skyndilegan en gríðarmikinn framgang veirunnar á Balkanskaganum. 

Löndin þar eru að því er segir í tímaritinu ekki að fara í gegnum aðra bylgju veirunnar heldur tafðist sú fyrsta einfaldlega, en er nú að skella á af fullum þunga. Þetta mun að hluta orsakast af því að ríkin hafi flest snemma ráðist í róttækar sóttvarnaaðgerðir og lokanir úr því að vitað var að heilbrigðiskerfin þyldu ekki harða ágjöf. Síðan var nýlega látið undan þrýstingnum frá hagsmunaöflum og borgurum um að koma efnahagnum aftur í gang, með ofangreindum afleiðingum.

Túristar tínast inn í Króatíu, þrátt fyrir allt. Bærinn Rovinj.
Túristar tínast inn í Króatíu, þrátt fyrir allt. Bærinn Rovinj. AFP

Skrykkjótt í Serbíu

Spiegel ber viðbrögðum stjórnvalda í Serbíu ekki vel söguna. Þar er leiðandi lungnalæknir sagður hafa haldið því fram í febrúar að um „skemmtilegustu veiru í mannkynssögunni“ væri að ræða og forsetinn er eins sagður hafa hent gaman að veirunni. 

Mjög skömmu síðar var annað hljóð komið í strokkinn: Landamærum, flugvöllum, skólum, veitingastöðum og verslunarmiðstöðvum var lokað. Fólk á eftirlaunaaldri fór í allsherjarútgöngubann og aðrir að hluta. Hermenn voru gráir fyrir járnum á götum úti.

Á sama hátt var þetta mjög fljótt að ganga til baka. Strax í byrjun júní voru fjöldasamkomur farnar að eiga sér stað, eins og meiriháttar fótboltamót. 20.000 voru viðstaddir og tveggja metra reglan látin lönd og leið.

mbl.is