Finnur til með þeim sem misstu ástvini

Kórónuveiran Covid-19 | 11. desember 2023

Finnur til með þeim sem misstu ástvini

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist finna mikið til með þeim sem misstu einhvern eða einhverja úr fjölskyldu sinni á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Finnur til með þeim sem misstu ástvini

Kórónuveiran Covid-19 | 11. desember 2023

Rishi Shunak á fundi rannsóknarnefndarinnar.
Rishi Shunak á fundi rannsóknarnefndarinnar. AFP

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist finna mikið til með þeim sem misstu einhvern eða einhverja úr fjölskyldu sinni á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segist finna mikið til með þeim sem misstu einhvern eða einhverja úr fjölskyldu sinni á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Þetta sagði hann þegar hann var spurður út í störf sín sem fjármálaráðherra á þessum tíma.

Búist er við því að Sunak þurfi að svara spurningum rannsóknarnefndar um það hvort framtak hans „Borðið úti til að hjálpa til” til stuðnings veitingageiranum hafi dreift kórónuveirunni enn hraðar um Bretland.

Sunak sagði nefndinni að hann hefði tapað WhatsApp-skilaboðum sem voru send til hans á meðan á faraldrinum stóð vegna þess að þau fluttust ekki yfir í nýja síma hans.

Í síðustu viku sagði Boris Johnson, sem var forsætisráðherra á sama tíma, við rannsóknarnefndina að appið hefði „einhvern veginn” á sjálfkrafa hátt eytt út spjallsögu sinni á símanum fyrstu sex mánuði ársins 2020.

mbl.is