Besti götubitinn varð til vegna Covid

Stöndum saman | 7. ágúst 2020

Besti götubitinn varð til vegna Covid

Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur, hefur sannarlega slegið í gegn á landsvísu með matseld sinni en hann er þekktur fyrir að búa til gómsætan mat frá grunni úr villtri náttúrunni. Hann mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í vikunni og ræddi um velgengni götubitans í matarvagni Silla kokks þar sem á matseðli er meðal annars að finna gæsapylsur og gæsahamborgara.

Besti götubitinn varð til vegna Covid

Stöndum saman | 7. ágúst 2020

Silli kokkur vann á dögunum þrenn af fimm verðlaunum í …
Silli kokkur vann á dögunum þrenn af fimm verðlaunum í keppninni Besti götubitinn fyrir matseld sína en hann nýtti tímann í kórónuveirufaraldri til að útfæra hugmyndina um nýjan matarvagn. Ljósmynd/sillikokkur.is

Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur, hefur sannarlega slegið í gegn á landsvísu með matseld sinni en hann er þekktur fyrir að búa til gómsætan mat frá grunni úr villtri náttúrunni. Hann mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í vikunni og ræddi um velgengni götubitans í matarvagni Silla kokks þar sem á matseðli er meðal annars að finna gæsapylsur og gæsahamborgara.

Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur, hefur sannarlega slegið í gegn á landsvísu með matseld sinni en hann er þekktur fyrir að búa til gómsætan mat frá grunni úr villtri náttúrunni. Hann mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar í vikunni og ræddi um velgengni götubitans í matarvagni Silla kokks þar sem á matseðli er meðal annars að finna gæsapylsur og gæsahamborgara.

Ljósmynd/Sillikokkur.is

Besti götubitinn

Silli kokkur vann til þrennra af fimm verðlaunum í keppninni Besti götubiti Íslands á götubitahátíðinni á Miðbakka sem haldin var í júlí en þar á meðal vann hann verðlaun fyrir besta götubitann.

„Enda vinn ég allt sjálfur. Ég geri allt sjálfur í höndunum. Allar sósur, sultur, buff og pylsur. Og þetta er svona íslenskt,“ sagði Sigvaldi í þættinum.

„Það er ást í þessu,“ bætti hann við.

„Ég hafði þessa hugmynd í hausnum í mörg ár og hafði aldrei tíma til að framkvæma það en Covid gaf mér tíma til að útfæra þetta,“ sagði Sigvaldi.

Hægt er að fylgjast með staðsetningu Silla kokks á Facebook-síðu hans, Sillikokkur.is.

Sjáðu allt viðtalið við Sigvalda í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman