Sigrún Stella nýtur lífsins í Zürich

Borgin mín | 11. október 2020

Sigrún Stella nýtur lífsins í Zürich

Viðskiptafræðingurinn og Akureyringurinn Sigrún Stella Þorvaldsdóttir býr um þessar mundir í Zürich í Sviss. Hún varð strax heilluð af borginni en hún flutti þangað fyrir rúmu ári þar sem henni bauðst að fara í starfsþjálfun í Data compliance og Business Project Management hjá fjármálafyrirtækinu SIX Financial Information. 

Sigrún Stella nýtur lífsins í Zürich

Borgin mín | 11. október 2020

Sigrún Stella Þorvaldsdóttir er 25 ára Akureyringur búsett í Zürich.
Sigrún Stella Þorvaldsdóttir er 25 ára Akureyringur búsett í Zürich. Ljósmynd/Aðsend

Viðskiptafræðingurinn og Akureyringurinn Sigrún Stella Þorvaldsdóttir býr um þessar mundir í Zürich í Sviss. Hún varð strax heilluð af borginni en hún flutti þangað fyrir rúmu ári þar sem henni bauðst að fara í starfsþjálfun í Data compliance og Business Project Management hjá fjármálafyrirtækinu SIX Financial Information. 

Viðskiptafræðingurinn og Akureyringurinn Sigrún Stella Þorvaldsdóttir býr um þessar mundir í Zürich í Sviss. Hún varð strax heilluð af borginni en hún flutti þangað fyrir rúmu ári þar sem henni bauðst að fara í starfsþjálfun í Data compliance og Business Project Management hjá fjármálafyrirtækinu SIX Financial Information. 

Eftir nokkurra mánaða starfsþjálfun bauðst henni áframhaldandi staða og ákvað hún að taka henni. 

Hver var þín fyrsta upplifun af borginni?

„Ég varð strax mjög hrifin af borginni og Sviss almennt. Zürich er þekkt miðstöð fyrir banka- og fjármálastarfsemi og þar af leiðandi mjög alþjóðlegt yfirbragð og mikið líf. Það sem heillar mig einnig er hvað borgin er falleg og stutt í margar náttúruperlur.“

Sviss­nesku Alp­arn­ir séð frá toppi Sänt­is.
Sviss­nesku Alp­arn­ir séð frá toppi Sänt­is. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig líkar þér borgin núna þegar þú hefur búið þar í svolítinn tíma?

„Mér líður rosalega vel hérna og er búin að læra ennþá betur á borgina. Ég flutti á milli hverfa í lok síðasta sumars og bý núna í hverfinu Enge sem er rólegt en þó miðsvæðis og því stutt að fara í allar áttir. Svisslendingar eru þó ólíkir Íslendingum að sumu leyti, ég gleymi því t.d. ekki þegar ég stakk upp á hádegisverði með vinnufélaga mínum þegar ég var nýflutt út og fékk þau svör að hann væri laus síðasta fimmtudag næsta mánaðar. Hér í Sviss eru ýmsar óskrifaðar reglur sem hafa vakið áhuga minn, m.a er almenn regla að þvo ekki þvott á sunnudögum og að taka ekki sopa án þess að skála fyrst og ná augnsambandi við alla til borðs. Margar af þessum reglum eru eflaust eitthvað sem við Íslendingar mættum tileinka okkur, en þrátt fyrir það finnst mér ólíklegt að ég muni einhvern tímann vera staðin að því að plana hádegisverð með tveggja mánaða fyrirvara.“

Með hverju mælir þú að fólk skoði þegar það heimsækir borgina?

„Þegar aðstæður leyfa aftur mæli ég svo sannarlega með að heimsækja Zürich og helst stoppa í viku eða lengur til að ferðast aðeins um landið. Sviss er paradís fyrir gönguferðir, en ég nýtti mánuðina þegar allt var lokað í borginni vegna Covid-19-faraldursins til að fara í fjallgöngur. Mínar uppáhalds gönguleiðir hingað til eru upp fjallið Brienzer Rothorn þar sem Alparnir sjást í allri sinni dýrð, kringum vatnið Oeschinensee og Pizol Five Lake Hike, sem eins og nafnið gefur til kynna er ganga í kringum fimm vötn.

Oeschinen­see
Oeschinen­see Ljósmynd/Aðsend

Fyrir þá sem hafa áhuga á ítarlegri upplýsingum heldur vinkona mín úti síðu þar sem hún skrifar stuttlega um göngurnar sínar; vegalengdir, erfiðleikastig og hvernig skal komast þangað. Þar á meðal má finna þessar þrjár göngur sem ég minntist á að ofan.

Ljósmynd/Aðsend

Innan Zürich mæli ég með að rölta um gamla bæinn og stoppa t.a.m. við almenningsgarðinn Lindenhof, en þaðan sjást mörg helstu kennileiti Zürich líkt og ETH-háskólinn og Grossmünster-kirkjan en turnar hennar eru einkennismerki borgarinnar. Síðan tekur einungis um klukkustund að fara með lest frá Zürich til annarra borga eins og höfuðborgarinnar Bern og Luzern, sem einnig er vert að heimsækja. 

Siglt um Lake Luzern.
Siglt um Lake Luzern. Ljósmynd/Aðsend

Hvaða veitingastaði er vert að kíkja á?

„Hér er aragrúi af fínum veitingastöðum svo það ætti ekki að vera vandamál að finna góða staði. Ég get mælt með Bohemia fyrir brunch, Frau Gerolds við Härdbrucke fyrir léttan mat og afslappað andrúmsloft og The Bite fyrir að mínu mati besta hamborgarann í Zürich. Síðan er The Nest uppáhalds „rooftop“-barinn minn en þar er mjög notalegt að sitja og horfa yfir borgina.“ 

Gross­mün­ster kirkj­an séð frá The Nest
Gross­mün­ster kirkj­an séð frá The Nest Ljósmynd/Aðsend
Zürich Lake.
Zürich Lake. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig hljómar draumadagur í Zürich? 

„Að vetri til myndi ég vakna snemma og taka fyrstu lestina í svissnesku Alpana. Frá Zürich er stutt að fara til margra skíðasvæða, t.a.m. tekur aðeins um klukkustund að fara til Flumserberg og um tvær klukkustundir að fara til þekktra skíðasvæða líkt og Grindelwald eða Andermatt. Allt eru þetta frábær skíðasvæði með ótal góðum og löngum skíðabrekkum. Eftir góðan dag í fjallinu myndi ég fá mér ostafondue eða raclette, enda varla löglegt að koma til Sviss án þess að fá sér eina slíka máltíð. Síðan myndi ég enda daginn í Hürliman Spa, en það er fyrrverandi brugghús í Enge sem var breytt í spa með „rooftop“-sundlaug þar sem hægt er að njóta útsýnisins yfir Zürich  enda mitt helsta áhugamál, sem líklegast hefur ekki farið framhjá neinum í þessu viðtali.“

Skíðasvæðið Flumser­berg.
Skíðasvæðið Flumser­berg. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is