Þýskaland veitir viðbragðssjóði ESB 112 milljarða

Kórónukreppan | 26. mars 2021

Þýskaland veitir viðbragðssjóði ESB 112 milljarða

Þýska sambandsþingið samþykkti í dag að veita 750 milljónum evra, 112 milljörðum króna, til viðbraðgssjóðs Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær og efri deild sambandsþingsins gerði það sömuleiðis í dag.

Þýskaland veitir viðbragðssjóði ESB 112 milljarða

Kórónukreppan | 26. mars 2021

Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands.
Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands. AFP

Þýska sambandsþingið samþykkti í dag að veita 750 milljónum evra, 112 milljörðum króna, til viðbraðgssjóðs Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær og efri deild sambandsþingsins gerði það sömuleiðis í dag.

Þýska sambandsþingið samþykkti í dag að veita 750 milljónum evra, 112 milljörðum króna, til viðbraðgssjóðs Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær og efri deild sambandsþingsins gerði það sömuleiðis í dag.

Fjárútlát Þjóðverja eru hluti af samþykkt allra aðildarríkja ESB frá í desember um sameiginleg fjárútlát til handa ESB til ársins 2027. Samanlögð fjárútlát allra aðildarríkjanna til ársins 2027 munu hljóða upp á 1,8 billjónir evra, 270 billjónir króna (270.000.000.000.000).

„Samþykkt þingsins er skýrt merki um samtstöðu og styrk Evrópuríkja,“ segir Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, og bætir við að mikilvægt sé að staða ESB verði góð fjárhagslega þegar faraldrinum lýkur.

Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, mun innsigla fjárveitingu Þjóðverja þegar hann staðfestir frumvarpið fyrrnefnda með undirskrift sinni. Öfgahægriflokkurinn AfD hefur þó sagst ætla að freista þess að skjóta frumvarpinu fyrir dómstólum, áður en Steinmeier skrifar undir.

mbl.is