Tónleikahald rúlli af stað í mars

Kórónuveiran COVID-19 | 2. febrúar 2022

Tónleikahald rúlli af stað í mars

Tónleikahald gæti farið að rúlla af stað í mars í ljósi brottfalls eins metra reglunnar á sitjandi viðburðum.

Tónleikahald rúlli af stað í mars

Kórónuveiran COVID-19 | 2. febrúar 2022

„Þetta leggst auðvitað vel í okkur,“ segir Ísleifur.
„Þetta leggst auðvitað vel í okkur,“ segir Ísleifur. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted Einarsson

Tónleikahald gæti farið að rúlla af stað í mars í ljósi brottfalls eins metra reglunnar á sitjandi viðburðum.

Tónleikahald gæti farið að rúlla af stað í mars í ljósi brottfalls eins metra reglunnar á sitjandi viðburðum.

Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags tónleikahaldara og framkvæmdastjóri viðburða hjá Senu.

„Voru bara mistök“

Ísleifur Þórhallson tónleikahaldari.
Ísleifur Þórhallson tónleikahaldari. mbl.is

„Þetta leggst auðvitað vel í okkur, ég held að það sé verið að bregðast núna hratt við, þar sem við sendum út áskorun til stjórnvalda í fyrradag. Ég held að þau hafi séð að þetta voru bara mistök og það sé verið að leiðrétta það,“ segir hann.

Að undanförnu hafa tónleikagestir þurft að hafa einn metra á milli sín sem setur talsverðar hömlur á gestafjölda fyrir tónleikahaldara. Ísleifur segir að þrátt fyrir þessar breytingar muni staðan vera óbreytt út febrúar þar sem fyrirvarinn er skammur. 

„Þetta þýðir að tónlistarlífið og menningarlífið er að komast af stað. Hjá okkur byrjar þetta að rúlla í mars,“ segir hann.

Þó sé enn eitthvað í land, þar sem 50 manns mega að hámarki koma saman á hefðbundnum viðburðum.

mbl.is