„Ég þurfti bara að snúa við blaðinu“

Handavinna | 1. apríl 2021

„Ég þurfti bara að snúa við blaðinu“

Bryn­dís Óskars­dótt­ir, ferðaþjón­ustu­bóndi í Skjald­ar­vík rétt fyr­ir utan Ak­ur­eyri, sneri vörn í sókn þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn byrjaði. Dísa eins og hún er kölluð bjó til fönd­ur­sam­fé­lag þegar illa áraði í ferðaþjón­ust­unni og fá nú marg­ir fönd­ur­verk­efni frá henni á net­in­u í hverj­um mánuði. Þegar nýj­ar sótt­varn­a­regl­ur voru sett­ar í síðustu viku ákvað hún að láta gott af sér leiða með ókeyp­is fönd­ur­da­ga­tali fyr­ir fjöl­skyld­ur.

„Ég þurfti bara að snúa við blaðinu“

Handavinna | 1. apríl 2021

Dísa Óskars er hugmyndarík og einstaklega jákvæð.
Dísa Óskars er hugmyndarík og einstaklega jákvæð. Ljósmynd/Elisa Hansen

Bryn­dís Óskars­dótt­ir, ferðaþjón­ustu­bóndi í Skjald­ar­vík rétt fyr­ir utan Ak­ur­eyri, sneri vörn í sókn þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn byrjaði. Dísa eins og hún er kölluð bjó til fönd­ur­sam­fé­lag þegar illa áraði í ferðaþjón­ust­unni og fá nú marg­ir fönd­ur­verk­efni frá henni á net­in­u í hverj­um mánuði. Þegar nýj­ar sótt­varn­a­regl­ur voru sett­ar í síðustu viku ákvað hún að láta gott af sér leiða með ókeyp­is fönd­ur­da­ga­tali fyr­ir fjöl­skyld­ur.

Bryn­dís Óskars­dótt­ir, ferðaþjón­ustu­bóndi í Skjald­ar­vík rétt fyr­ir utan Ak­ur­eyri, sneri vörn í sókn þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn byrjaði. Dísa eins og hún er kölluð bjó til fönd­ur­sam­fé­lag þegar illa áraði í ferðaþjón­ust­unni og fá nú marg­ir fönd­ur­verk­efni frá henni á net­in­u í hverj­um mánuði. Þegar nýj­ar sótt­varn­a­regl­ur voru sett­ar í síðustu viku ákvað hún að láta gott af sér leiða með ókeyp­is fönd­ur­da­ga­tali fyr­ir fjöl­skyld­ur.

„Ég rek ferðaþjón­ustu og það er búið að vera mjög und­ar­legt ástand hjá okk­ur síðasta árið. Í staðinn fyr­ir að hella okk­ur í eymd og volæði finnst mér svo miklu skemmti­legra að nýta tímann í eitt­hvað skemmti­legt. Gisti­húsið mitt hefur fengið mikla at­hygli fyr­ir það að ég reyni að nýta og nota allt sem fyr­ir mér verður. Ég graf­ísk­ur hönnuður, mat­ar­tækn­ir og markþjálfi. Ég reyni að koma þessu öllu til skila í gisti­hús­inu,“ seg­ir Dísa sem seg­ir að hún hafi alltaf verið óþolandi já­kvæð og vill helst ekki taka þátt í nei­kvæðri umræðu um far­ald­ur­inn. 

„Þegar allt fór í rugl í fyrra fór ég að búa til nám­skeið fyr­ir fólk þar sem ég kenndi því að búa til eitt­hvað skemmti­legt úr drasli. Ég kalla þetta Úr geymslu í ger­semi þar sem aðal­mark­mið nám­skeiða minna er að fólk hugsi aðeins meira út fyrir boxið, við eig­um svo ótrú­lega margt í geymsl­un­um. Stund­um þarf ekk­ert annað en að hugsa um hlut­ina á aðeins ann­an hátt til þess að gjör­breyta þeim,“ seg­ir Dísa sem trú­ir því að sköpun hafi mikil áhrif á líðan fólks. 

Fönd­ur­klúbbur­inn er auðvitað leið til að skapa nýj­ar tekj­ur á krefj­andi tím­um en á sama tíma er verk­efnið hluti af spenn­andi framtíðar­sýn Dísu.

„Ég þurfti bara að snúa við blaðinu. Ég mun vonandi hafa tekjur af ferðaþjón­ust­unni aftur en ég sé fyr­ir mér að búa mér til starf án staðsetn­ing­ar þannig að ég geti verið hvar sem er hvenær sem er þegar það er lokað hjá mér á gistihúsinu. Það er að segja þegar það verður hægt að fara að ferðast aftur.“

Fyrir ofan Dísu má sjá fallegt listaverk sem hún kennir …
Fyrir ofan Dísu má sjá fallegt listaverk sem hún kennir áskrifendum sínum að búa til. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Gam­alt dót fær nýj­an til­gang

Dísa er með net­klúbb þar sem áskrif­end­ur fá verk­efni í hverj­um mánuði. Í klúbbnum er ekkert heilagt, klúbbmeðlimir hafa lært að búa til snyrtivörur úr hráefnum sem til eru í eldhússkápunum og svo hefur hún verið að kenna áskrif­end­um sín­um að nýta göm­ul lök til þess að prenta á en þar kem­ur graf­íska hönn­un­in Dísu vel. Hún hef­ur einnig kennt áskrif­end­um að búa til kort og pakkn­ing­ar og annað til að mæta með í veislu eða af­mæli. Það er líka farið inn á málningartækni og myndverk og fleira og fleira.

Dísa er einnig matar­tækn­ir og mikið matarnörd. Frá árinu 2010 þar til í fyrra rak hún mat­sölustað í Skjaldarvík. Hún býður líka upp á sniðug ráð um hvernig búa má til veislu án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar og án þess að eiga dýr­asta stellið. Hún er með sniðug ráð fyr­ir páska­borðið í ár.

„Ég segi bara horfðu á hvað þú átt og hvernig þú get­ur notað það á ann­an hátt. Bara kassa­laga glæri blóma­vasinn sem er ekki leng­ur smart úti í glugga og þú búin að eiga hrikalega lengi, kannski kom­inn ofan í geymslu. Snúðu hon­um á hliðina og settu sal­atið inn í hann og láttu það leka út. Settu svo eitt­hvað ofan á líka. Farðu í bóka­hill­una og finndu fal­leg­ustu bæk­urn­ar og notaðu þær sem hitaplatta eða hækk­un fyr­ir eitt­hvað annað. Farðu niður í fjöru, gerðu úr þessu gæðastund, finndu flata steina og settu krydds­mjör eða pate á það. Notaðu það sem til er þannig að fólk gleymi því að þetta er ekki nýj­asta stellið held­ur er þetta skap­andi og fólk fær eitt­hvað að tala um annað en að það megi ekki fara á milli lands­hluta. Mér finnst svo nauðsyn­legt núna að við náum að gera eitt­hvað og njóta þess að vera til og vera ekki að velta okk­ur upp úr þessu sem all­ir hinir eru að velta sér upp úr.“

Blómaverkið bjó Dísa til og ett af verkefnunum sem hún …
Blómaverkið bjó Dísa til og ett af verkefnunum sem hún kennir. Ljósmynd/Aðsend
Dísa að búa til blómaverkið.
Dísa að búa til blómaverkið. Ljósmynd/Aðsend

Páska­fönd­ur með fjöl­skyld­unni

Dísa var orðin mjög spennt að taka á móti gest­um um pásk­ana en það breytt­ist held­ur bet­ur með nýj­um regl­um í síðustu viku. Dísu datt þá í hug að fara til Dan­merk­ur þar sem hún á dætur og barna­barn. Eft­ir stutta um­hugs­un sá hún að það væri ekki fýsi­leg­ur kost­ur. Hún ákvað þá að láta gott af sér leiða og bjó til fönd­ur­da­ga­tal handa börn­um og full­orðnum sem er öll­um frítt. Daga­talið er í anda jóla­da­ga­tals með verk­efn­um í tíu daga.

„Svo opn­ast einn dag­ur í einu þar sem þú færð fönd­ur­hug­mynd, upp­skrift­ina og mynd­band. Þú get­ur strax farið að gera eitt­hvað,“ seg­ir Dísa 

Hnöttinn læra börn að gera í páskadagatali Dísu.
Hnöttinn læra börn að gera í páskadagatali Dísu. Ljósmynd/Aðsend

Hvort sem um börn eða full­orðna er að ræða legg­ur Dísa áherslu á að njóta þess að vera í nú­inu og búa til eitt­hvað úr göml­um efnivið. Hún seg­ir kon­ur í fönd­ur­klúbbn­um hafa tjáð henni að verk­efn­in hafi hrein­lega bjargað geðheils­unni í far­aldr­in­um. 

„Þetta snýst um ferðalagið en ekki út­kom­una. Í raun­inni skipt­ir engu máli hvernig þetta lít­ur út ef þér líður vel á meðan þú ert að skapa, en auðvitað er skemmtilegast þegar vel tekst til og það er margt ótrúlega smart og fallegt sem fólk er að gera. Það er líka þannig að þegar þú ert að búa til eitt­hvað úr drasli þá skipt­ir ekki máli hvort það mistekst. Það má mistak­ast.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi og fá aðgang að ókeyp­is barna­fönd­ur­da­ga­tal­inu á síðu Dísu, Disa­osk­ars.is. Hún held­ur einnig úti face­bookhópi, Úr geymslu í gersemi, þar sem hún sáir skemmti­leg­um fræj­um og fólk skipt­ist á fönd­ur­sög­um. Öllum er velkomið að ganga í hópinn. 

mbl.is