Gunnþór skellti sér um leið í peysu Kristínar

Handavinna | 20. maí 2021

Gunnþór skellti sér um leið í peysu Kristínar

„Kristín Guðmundsdóttir í Neskaupstað er áhugasöm um prjónaskap og afkastamikil prjónakona,“ segir í Facebook-færslu Síldarvinnslunnar, en Kristín nýtti páskana í að prjóna peysu skreytt merkjum fyrirtækisins.

Gunnþór skellti sér um leið í peysu Kristínar

Handavinna | 20. maí 2021

Kristín Guðmundsdóttir prjónaði peysu og gaf Síldarvinnslunni. Gunnþór Ingvason skellti …
Kristín Guðmundsdóttir prjónaði peysu og gaf Síldarvinnslunni. Gunnþór Ingvason skellti sér í peysuna. Ljósmynd/Samsett

„Kristín Guðmundsdóttir í Neskaupstað er áhugasöm um prjónaskap og afkastamikil prjónakona,“ segir í Facebook-færslu Síldarvinnslunnar, en Kristín nýtti páskana í að prjóna peysu skreytt merkjum fyrirtækisins.

„Kristín Guðmundsdóttir í Neskaupstað er áhugasöm um prjónaskap og afkastamikil prjónakona,“ segir í Facebook-færslu Síldarvinnslunnar, en Kristín nýtti páskana í að prjóna peysu skreytt merkjum fyrirtækisins.

„Mér datt í hug snemma á árinu að prjóna peysu með SVN-lógóinu. Ég hélt að slík peysa gæti orðið flott. Ég settist síðan niður um páskana og prjónaði peysuna en það tók mig um vikutíma. Þetta var snúið verkefni og það var erfitt að telja út en ég fann forrit á netinu sem ég gat notað til að hjálpa til við það. Í reyndinni var það ætlunin að ljúka ekki við peysuna fyrr en síðar á árinu en ég er víst þannig að þegar ég byrja á einhverju þá klára ég það,“ segir hún.

Kristín færði Síldarvinnslunni peysuna að gjöf og ákvað Gunnþór Ingvason, forstjóri fyrirtækisins, að máta hana um leið.

„Mér fannst vel viðeigandi að prjóna Síldarvinnslupeysu. Síldarvinnslan er gott fyrirtæki og samfélagslega mikilvægt og að auki finnst mér merki eða lógó þess vera býsna flott,“ segir Kristín.

mbl.is