„Ekki í anda kristinna sjónarmiða“

Kórónukreppan | 2. apríl 2021

„Ekki í anda kristinna sjónarmiða“

Efling – stéttarfélag segir að það sé ekki í anda kristinna sjónarmiða um sanngirni og mannúð að láta lítinn minnihluta samfélagsins bera stærstu byrðar kreppunnar þegar þorri þjóðarinnar búi við ágæt kjör og þeir ríkustu hafi jafnvel aukið eignir sínar.

„Ekki í anda kristinna sjónarmiða“

Kórónukreppan | 2. apríl 2021

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi. mbl.is/Hari

Efling – stéttarfélag segir að það sé ekki í anda kristinna sjónarmiða um sanngirni og mannúð að láta lítinn minnihluta samfélagsins bera stærstu byrðar kreppunnar þegar þorri þjóðarinnar búi við ágæt kjör og þeir ríkustu hafi jafnvel aukið eignir sínar.

Efling – stéttarfélag segir að það sé ekki í anda kristinna sjónarmiða um sanngirni og mannúð að láta lítinn minnihluta samfélagsins bera stærstu byrðar kreppunnar þegar þorri þjóðarinnar búi við ágæt kjör og þeir ríkustu hafi jafnvel aukið eignir sínar.

„Vonandi rísa stjórnvöld upp eftir páskahelgina og taka til hendinni í þágu þeirra atvinnulausu,“ segir í páskahugvekju Eflingar.

Þar kemur fram að þau 12% vinnuaflsins sem séu atvinnulaus finni langmest fyrir kreppunni á meðan stór meirihluti þjóðarinnar finni frekar lítið fyrir henni, enda haldi hann vinnu sinni og fullum launum. Byrðunum sé því mjög misskipt.

Vitnað er í niðurstöður nýlegrar spurningakönnunar Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, um þyngri byrðar félagsmanna Eflingar en félagsmanna annarra stéttarfélaga.

Bent er á að í Bandaríkjunum, sem séu ekki þekkt fyrir að reka öflugt velferðarríki, hafi stjórnvöld greitt atvinnulausu fólki ríflegar tímabundnar aukagreiðslur ofan á atvinnuleysisbæturnar til að létta því byrðarnar í gegnum kreppuna. „Hér hefur ekkert sambærilegt verið gert,“ segir í pistlinum.

mbl.is