Smit kom upp í Krónunni Austurveri

Kórónuveiran COVID-19 | 19. apríl 2021

Smit kom upp í Krónunni Austurveri

Smit kom upp hjá starfsmanni í hlutastarfi hjá Krónunni Austurveri. Allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við starfsmanninn hafa verið sendir í sóttkví í samráði við sóttvarnalækni og rakningarteymi almannavarna, en smitið er rakið til þeirra smita sem hafa verið í umræðunni í samfélaginu síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krónunni.

Smit kom upp í Krónunni Austurveri

Kórónuveiran COVID-19 | 19. apríl 2021

Smit kom upp í Krónunni í Austurveri.
Smit kom upp í Krónunni í Austurveri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smit kom upp hjá starfsmanni í hlutastarfi hjá Krónunni Austurveri. Allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við starfsmanninn hafa verið sendir í sóttkví í samráði við sóttvarnalækni og rakningarteymi almannavarna, en smitið er rakið til þeirra smita sem hafa verið í umræðunni í samfélaginu síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krónunni.

Verslunin hefur verið sótthreinsuð og munu starfsmenn úr öðrum verslunum Krónunnar leysa þá af sem fóru í sóttkví.

mbl.is