Keypti sögufræg föt á 3 milljónir

Fatastíllinn | 18. maí 2021

Keypti sögufræg föt á 3 milljónir

Athafnakonan Kim Kardashian keypti á dögunum sögufræg föt í eigu söngkonunnar Janet Jackson á uppboði. Uppboðið var í tilefni 55 ára afmælis Jackson og fóru fötin á rúmar þrjár milljónir íslenskra króna eða 25 þúsund bandaríkjadali. 

Keypti sögufræg föt á 3 milljónir

Fatastíllinn | 18. maí 2021

Kim Kardashian vann fötin á uppboði.
Kim Kardashian vann fötin á uppboði. AFP

Athafnakonan Kim Kardashian keypti á dögunum sögufræg föt í eigu söngkonunnar Janet Jackson á uppboði. Uppboðið var í tilefni 55 ára afmælis Jackson og fóru fötin á rúmar þrjár milljónir íslenskra króna eða 25 þúsund bandaríkjadali. 

Athafnakonan Kim Kardashian keypti á dögunum sögufræg föt í eigu söngkonunnar Janet Jackson á uppboði. Uppboðið var í tilefni 55 ára afmælis Jackson og fóru fötin á rúmar þrjár milljónir íslenskra króna eða 25 þúsund bandaríkjadali. 

Jackson klæddist fötunum, buxum og vesti, í tónlistarmyndbandinu It sem kom út árið 1993. 

„Til hamingju með daginn drottning. Í tilefni af afmæli Janet Jackson, því ég er svo mikill aðdáandi hennar. Trúi ekki að ég hafi unnið þetta,“ skrifaði Kardashian við myndband af Jackson í fötunum. 

Allur ágóði af uppboðinu rennur til góðgerðarsamtakanna Compassion International sem vinnur að því að aðstoða börn í neyð. 

Á uppboðinu var einnig jakki sem Jackson klæddist á tónleikaferðalagi sínu Rhythm Nation árið 1990. Sá jakki seldist fyrir 81 þúsund bandaríkjadali. 

mbl.is