Hundrað þúsund króna eingreiðsla samþykkt

Kórónukreppan | 11. júní 2021

Hundrað þúsund króna eingreiðsla samþykkt

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um hundrað þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 14 mánuði eða lengur var samþykkt á Alþingi í gær.

Hundrað þúsund króna eingreiðsla samþykkt

Kórónukreppan | 11. júní 2021

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um hundrað þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 14 mánuði eða lengur var samþykkt á Alþingi í gær.

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um hundrað þúsund króna eingreiðslu til þeirra sem hafa verið atvinnulausir í 14 mánuði eða lengur var samþykkt á Alþingi í gær.

Um er að ræða aðgerð sem var í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í apríl. Þeir sem falla undir úrræðið geta átt von á eingreiðslunni fyrir miðjan júlí. 

Innan fjögurra vikna þarf Vinnumálastofnun að greiða þeim atvinnuleitendum sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í 14 mánuði eða lengur eingreiðsluna. 

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í 14 mánuði eða lengur og verið tryggður hlutfallslega á umræddum tíma fær hann hlutfallslegan styrk. Þá kemur fram í lögunum að biðtími eftir atvinnuleysisbótum teljist með við útreikning á fjárhæð styrks. 

mbl.is