Lýsir gríðarlegum vonbrigðum vegna ráðgjafar

Samdráttur í sjávarútvegi | 15. júní 2021

Lýsir gríðarlegum vonbrigðum vegna ráðgjafar

„Að sjá tveggja stafa tölu eru gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á að það myndi minnka eitthvað en ekki svona mikið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um 13% samdrátt í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna þorskveiða næsta fiskveiðiárs. „Þetta er gríðarlegur samdráttur, sérstakleg þegar haft er í huga að án jöfnunarreglu væri lækkunin á þriðja tug prósenta.“

Lýsir gríðarlegum vonbrigðum vegna ráðgjafar

Samdráttur í sjávarútvegi | 15. júní 2021

Örn Pálsson kveðst binda vonir við að ráðherra veiti heimildir …
Örn Pálsson kveðst binda vonir við að ráðherra veiti heimildir til þorskveiða á næsta fiskveiðiári umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert

„Að sjá tveggja stafa tölu eru gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á að það myndi minnka eitthvað en ekki svona mikið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um 13% samdrátt í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna þorskveiða næsta fiskveiðiárs. „Þetta er gríðarlegur samdráttur, sérstakleg þegar haft er í huga að án jöfnunarreglu væri lækkunin á þriðja tug prósenta.“

„Að sjá tveggja stafa tölu eru gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á að það myndi minnka eitthvað en ekki svona mikið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um 13% samdrátt í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna þorskveiða næsta fiskveiðiárs. „Þetta er gríðarlegur samdráttur, sérstakleg þegar haft er í huga að án jöfnunarreglu væri lækkunin á þriðja tug prósenta.“

Hafrannsóknastofnun kynnti tillögu sína vegna næsta fiskveiðiárs í morgun og leggur til að ekki verði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2021/2022, en ráðgjöfin nam 256.593 tonnum í fyrra. Viðmiðunarstofn í þorski er metinn á 941 þúsund tonn en var metinn 1.208 þúsund árið 2020 og minnkar um 22% milli ára, en stofnunin sagðist í morgun hafa undanfarin ár ofmetið stofninn og því vanmetið veiðarnar.

„Þetta er tillaga stofnunarinnar að heildarafla og ráðherrann á eftir að fara yfir þetta og skoða hvað hagsmunaaðilar hafa að segja. Hann hefur möguleika til að skoða aflaregluna og nefnd hefur komið með tillögur til hans í sambandi við breytingar á aflareglunni eins og í sveiflujöfnuninni,“ segir Örn.

Spurður hvort miklar vonir séu bundnar við að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fari út fyrir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar svarar hann: „Já ég á nú svona frekar von á því að hann muni lina höggið í þorskinum og heimila eitthvað meiri veiði en Hafrannsóknastofnun leggur til. Ég held það sé alveg hægt. Þrettán prósenta niðurskurður í okkar helstu tegund er bara allt of mikið. Smábátarnir eru alveg háðir þorskinum.“

Bjóst við meiri hækkun í ýsu

Undanfarin ár hefur þótt erfitt hve lítið aflamark sé gefið út í ýsu þar sem hún er fylgifiskur þorskveiða. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hækkar nú um 11% upp í rúm 50 þúsund tonn. Örn kveðst hins vegar hafa gert ráð fyrir meiri aukningu og að hann nú sé að rýna í rökstuðning stofnunarinnar.

„Ég átti alveg von á því að hún myndi skjótast upp um 30 til 40% og yfir 60 þúsund tonn. Þetta eru allt of lágar tölur í ýsunni og kalla áfram á vandræði,“ segir hann og bendir á að átta þúsund var bætt við í ár til að mæta þeim vandræðum sem urðu með lækkun aflamarks í tegundinni. Þá eigi hann eftir að skoða hvort ráðgjöfin nú sé að frádregnum þessum tonnum sem bættust við í ár.

mbl.is