97 prósent einkennalítil eða nær einkennalaus

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

97 prósent einkennalaus eða nær einkennalaus

369 eru með virk Covid-19-smit og því í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítalans, 341 fullorðinn og 28 börn. Í hádeginu í dag voru 358 þeirra merktir „grænir“, það er með væg eða engin einkenni, eða um 97 prósent. 

97 prósent einkennalaus eða nær einkennalaus

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

Landspítalinn við Hringbraut. Þrír liggja nú inni vegna Covid-19.
Landspítalinn við Hringbraut. Þrír liggja nú inni vegna Covid-19. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

369 eru með virk Covid-19-smit og því í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítalans, 341 fullorðinn og 28 börn. Í hádeginu í dag voru 358 þeirra merktir „grænir“, það er með væg eða engin einkenni, eða um 97 prósent. 

369 eru með virk Covid-19-smit og því í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítalans, 341 fullorðinn og 28 börn. Í hádeginu í dag voru 358 þeirra merktir „grænir“, það er með væg eða engin einkenni, eða um 97 prósent. 

Tíu voru „gulir“, það er með auk­in og svæsn­ari ein­kenni, og einn „rauður“ en það þýðir að viðkomandi sé með mikil einkenni, til dæmis veruleg andþyngsli eða mikinn hita. Nær daglegt mat fer fram á þeim sem eru rauðir. 

Þeir sem liggja inni á spítala eru ekki innan litaflokkuninnar. 

Þrír liggja inni með lungnabólgu 

Þrír liggja nú inni á smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna lungnabólgu í kjölfar Covid-19-sýkingar. Þeir eru af báðum kynjum á aldrinum 30 til 68 ára. Tveir þeirra eru bólusettir og einn óbólusettur.   

Sjö starfsmenn spítalans eru í einangrun, 14 í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví. Landspítalinn er á hættustigi.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að hringt sé í þá sem smitast af Covid-19 og einkenni þeirra metin. „Við tölum við fólk og spyrjum það spurninga, til dæmis hvort það sé mótt, með hita, niðurgang, matarlyst og annað slíkt. Síðan eru líka raktar garnirnar úr fólki með tilliti til undirliggjandi þátta, svo sem hvort viðkomandi sé með sykursýki, í ónæmisbælandi meðferð og svo framvegis.“ Í kjölfarið sé fólk flokkað sem grænt, gult eða rautt eftir eðli einkenna.

Smit meðal bólusettra fleiri en búist var við

Már segir að tíðni smita meðal bólusettra hafi verið meiri en búist hefði verið við. Bólusett starfsfólk geti til að mynda borið veiruna inn á spítalann. 

Þá er það allt í einu orðið öryggisógn við okkar starfsemi, ef fólk er með smit inni á spítalanum. Ekki það að við höfum ekki miklar áhyggjur af ungu fólki í sjálfu sér, nema sem farartæki fyrir veiruna í þá sem eru veikir og lasburða. Það er í rauninni áskorunin,“ segir hann. 

mbl.is