„Fólk virðist vera með þetta“

Kórónuveiran COVID-19 | 27. júlí 2021

„Fólk virðist vera með þetta“

Framkvæmd hertra reglna við landamærin vegna kórónuveirufaraldursins hefur gengið vel það sem af er degi en reglurnar tóku gildi á miðnætti.

„Fólk virðist vera með þetta“

Kórónuveiran COVID-19 | 27. júlí 2021

Vottorðin eru skoðuð við komuna til landsins.
Vottorðin eru skoðuð við komuna til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmd hertra reglna við landamærin vegna kórónuveirufaraldursins hefur gengið vel það sem af er degi en reglurnar tóku gildi á miðnætti.

Framkvæmd hertra reglna við landamærin vegna kórónuveirufaraldursins hefur gengið vel það sem af er degi en reglurnar tóku gildi á miðnætti.

Þær gera það að verkum að allir farþegar, hvort sem þeir eru bólusettir, óbólusettir eða hafa áður jafnað sig á Covid-19, þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi áður en þeir leggja af stað til Íslands.

Vottorðin eru sömuleiðis skoðuð þegar fólk kemur til landsins og lögregla kölluð til ef fólk er ekki með slík vottorð. Slíkt útkall hefur ekki borist flugstöðvardeildinni til þessa. 

„Fólk virðist vera með þetta,“ segir Vigfús Guðmundsson, aðalvarðstjóri flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum.

Í reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar reglur á landamærunum segir:

„Hafi ferðamaður við komuna til landsins undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19 eða vottorð sem sýnir fram á að Covid-19-sýking sé afstaðin er honum ekki skylt að fara í sóttkví eða gangast undir sýnatöku við landamæri, en hins vegar ber honum skylda við byrðingu erlendis að framvísa vottorði sem sýnir fram á neikvætt Covid-próf, annað hvort PCR eða antigen (hraðpróf), sem er ekki eldra en 72 klst. gamalt.“

mbl.is