Grunur um smit um borð í Kap II

Kórónuveiran Covid-19 | 27. júlí 2021

Grunur um smit um borð í Kap II

Vísbendingar eru um að Covid-19-smit sé í áhöfn Kap II VE-7.

Grunur um smit um borð í Kap II

Kórónuveiran Covid-19 | 27. júlí 2021

Kap II við höfn í Eyjum.
Kap II við höfn í Eyjum. Ljósmynd/Lauri Olavi Pietikäinen

Vísbendingar eru um að Covid-19-smit sé í áhöfn Kap II VE-7.

Vísbendingar eru um að Covid-19-smit sé í áhöfn Kap II VE-7.

Greint er frá þessu á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. 

Vænst er niðurstöðu úr skimun síðar í dag eða í kvöld. 

„Skipið var að veiðum þegar grunsemdir vöknuðu um veirusmitið. Það kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn,“ segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. 

Öll áhöfnin er í sóttkví um borð. Ekki verður landað úr skipinu á meðan beðið er niðurstöðu skimunar.

„Alls átta manns í áhöfn Kap hafa einhver veikindaeinkenni en mismikil og líðan þeirra er sögð bærileg. Fimm hafa engum einkennum lýst,“ segir í tilkynningu útgerðarinnar. 

mbl.is