Fjölmiðlar mæta ekki á upplýsingafund

Kórónuveiran COVID-19 | 28. júlí 2021

Fjölmiðlar mæta ekki á upplýsingafund

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudag, klukkan 11.

Fjölmiðlar mæta ekki á upplýsingafund

Kórónuveiran COVID-19 | 28. júlí 2021

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis og …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis og Alma Möller landlæknir á fundi almannavarna. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudag, klukkan 11.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudag, klukkan 11.

Á fundinum fara Kamilla S. Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi síðustu daga og vikur. 

Í ljósi fjölda smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að færa fundina aftur í fjarfundabúnað og því er ekki gert ráð fyrir fjölmiðlum á staðnum.

mbl.is