Miklar annir eru í Leifsstöð

Kórónukreppan | 28. júlí 2021

Miklar annir eru í Leifsstöð bæði vegna innritunar og komufarþega

Töluverður erill var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Röð myndaðist við innritun um morguninn sem náði út fyrir dyr byggingarinnar.

Miklar annir eru í Leifsstöð bæði vegna innritunar og komufarþega

Kórónukreppan | 28. júlí 2021

Komufarþegar við Leifsstöð í gær.
Komufarþegar við Leifsstöð í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverður erill var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Röð myndaðist við innritun um morguninn sem náði út fyrir dyr byggingarinnar.

Töluverður erill var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Röð myndaðist við innritun um morguninn sem náði út fyrir dyr byggingarinnar.

Einnig tóku gildi á miðnætti í fyrradag nýjar reglur fyrir komufarþega. Nú þurfa bólusettir farþegar og farþegar með staðfesta fyrri sýkingu að sýna fram á neikvætt Covid-19-próf áður en komið er til landsins.

Mikill þungi er á farsóttarhúsum Rauða krossins vegna anna. 180 óbólusettir ferðamenn klára sína sóttkví þar vegna þess að önnur hótel eru talin vísa þeim á brott, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is