Ríkið greiði fyrir hraðpróf hjá einkaaðilum

Kórónuveiran Covid-19 | 17. september 2021

Ríkið greiði fyrir hraðpróf hjá einkaaðilum

Sjúkratryggingar Íslands munu greiða fyrir kostnað við hraðpróf við Covid-19 hjá einkaaðilum frá og með mánudeginum. 

Ríkið greiði fyrir hraðpróf hjá einkaaðilum

Kórónuveiran Covid-19 | 17. september 2021

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjúkratryggingar Íslands munu greiða fyrir kostnað við hraðpróf við Covid-19 hjá einkaaðilum frá og með mánudeginum. 

Sjúkratryggingar Íslands munu greiða fyrir kostnað við hraðpróf við Covid-19 hjá einkaaðilum frá og með mánudeginum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. 

Þar segir að markmið niðurgreiðslunnar sé að auka aðgengi almennings að hraðprófum þar sem fleiri aðilum verður kleift að bjóða þessa þjónustu, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna.

Hraðpróf við Covid-19.
Hraðpróf við Covid-19. AFP

Hraðpróf hafa hingað til verið notuð í smitgát og valkvætt fyrir viðburði, sem varúðarráðstöfun og hafa verið framkvæmd af heilsugæslunum án endurgjalds. Einnig hafa einkaaðilar boðið upp á hraðpróf gegn greiðslu. 

Með ákvörðun ráðherra um greiðsluþáttöku ríkisins á hraðprófum hjá einkaaðilum munu sýnatökustöðum með gjaldfrjálsri sýnatöku fjölga og við bætist: 

  • BSÍ í Reykjavík
  • Kringlan í Reykjavík
  • Kleppsmýrarvegi í Reykjavík
  • Aðalgögu 60 í Reykjanesbæ
  • Við Háskólann á Akureyri
mbl.is