Innan við tíu símtöl frá hááhættusvæðum

Kórónuveiran COVID-19 | 28. nóvember 2021

Innan við tíu símtöl frá hááhættusvæðum

Borgaraþjónustan hefur fengið innan við tíu símtöl frá fólki sem statt er á því svæði sem telst til hááhættusvæðis vegna Ómíkron-afbrigðis Covid-19 veirunnar. 

Innan við tíu símtöl frá hááhættusvæðum

Kórónuveiran COVID-19 | 28. nóvember 2021

Enn hefur enginn haft samband við utanríkisráðuneytið vegna vandræða við …
Enn hefur enginn haft samband við utanríkisráðuneytið vegna vandræða við að komast heim til Íslands. AFP

Borgaraþjónustan hefur fengið innan við tíu símtöl frá fólki sem statt er á því svæði sem telst til hááhættusvæðis vegna Ómíkron-afbrigðis Covid-19 veirunnar. 

Borgaraþjónustan hefur fengið innan við tíu símtöl frá fólki sem statt er á því svæði sem telst til hááhættusvæðis vegna Ómíkron-afbrigðis Covid-19 veirunnar. 

„Eftir því sem ég kemst næst hefur enginn haft samband því hann sé beinlínis í vandræðum eða að óska eftir aðstoð með að komast leiða sinna,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 

Fólkið sem hefur sett sig í samband við borgaraþjónustuna er því frekar að óska eftir upplýsingum um til hvaða bragðs sé að taka, hvaða reglur séu í gildi og við hverju sé að búast. 

Enginn á vegum ríkisins á hááhættusvæðu

Sendiskrifstofur utanríkisráðuneytisins í Suður-Afríku eru í Úganda og Malaví. Þau lönd eru ekki meðal þeirra sem sótt­varna­lækn­ir ræður íbú­um Íslands, óháð bólu­setn­ingu gegn Covid-19, frá því að ferðast til að nauðsynja­lausu.

Það er þvi enginn á vegum íslenska ríkisins staddur á hááhættusvæði.

Löndin sem teljast til hááhættusvæðis eru eftirfarandi:

Botsvana

Es­vatíní

Lesótó

Mósam­bík

Namibía

Suður-Afr­íka

Zimba­bwe

mbl.is