Með Franciscu í togi frá Straumsvík til Akureyrar

Landhelgisgæslan | 29. nóvember 2021

Með Franciscu í togi frá Straumsvík til Akureyrar

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöldi. Um er að ræða fyrsta verkefni varðskipsins frá því það kom til landsins 6. nóvember.

Með Franciscu í togi frá Straumsvík til Akureyrar

Landhelgisgæslan | 29. nóvember 2021

Varðskipið Freyja kom til Akureyrar með flutningaskipið Franciscu í togi.
Varðskipið Freyja kom til Akureyrar með flutningaskipið Franciscu í togi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöldi. Um er að ræða fyrsta verkefni varðskipsins frá því það kom til landsins 6. nóvember.

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöldi. Um er að ræða fyrsta verkefni varðskipsins frá því það kom til landsins 6. nóvember.

Fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar að gengið hafi vel að draga Franciscu og að skipin hafi verið komin til hafnar fyrr en gert var ráð fyrir.

Aðgerðir gengu vel.
Aðgerðir gengu vel. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju. Skipin lögðu af stað frá Straumsvík um klukkan sjö föstudagskvöld. Freyja er sögð mjög vel búin dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog en dráttargeta skipsins er til að mynda um tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs.

mbl.is