Varar við geðheilbrigðiskreppu ungs fólks

Kórónuveiran COVID-19 | 7. desember 2021

Varar við geðheilbrigðiskreppu ungs fólks

Baráttan við kórónuveirufaraldurinn mun hafa alvarleg áhrif á geðheilsu ungs fólks. Frá þessu greindi Viviek Hallegere Murthy, landlæknir Bandaríkjanna í dag.

Varar við geðheilbrigðiskreppu ungs fólks

Kórónuveiran COVID-19 | 7. desember 2021

Viviek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna.
Viviek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AFP

Baráttan við kórónuveirufaraldurinn mun hafa alvarleg áhrif á geðheilsu ungs fólks. Frá þessu greindi Viviek Hallegere Murthy, landlæknir Bandaríkjanna í dag.

Baráttan við kórónuveirufaraldurinn mun hafa alvarleg áhrif á geðheilsu ungs fólks. Frá þessu greindi Viviek Hallegere Murthy, landlæknir Bandaríkjanna í dag.

Geðheilbrigði hafi versnað í heimsfaraldrinum

Skilaboðin byggir hann á 53 langri rannsóknarskýrslu sinni sem sýnir fram á að geðheilbrigði ungs fólks hafi farið versnandi frá og með vorinu 2020.

Í skýrslunni segir að fleira ungt fólk glími nú við þunglyndi og kvíða en áður og að fleira ungt fólk leiti aðstoðar á bráðamóttöku vegna geðheilbrigðisvandamála. Í Bandaríkjunum leituðu 51% fleiri stúlkur á bráðamóttöku vegna sjálfsvígstilrauna snemma á þessu ári samanborið við sama tímabil árið 2019. Þá fjölgaði drengjum sem leituðu á bráðamóttöku af sömu ástæðu um 4%, að því er greint frá í The New York Times.

Þá hafa tvöfalt fleiri ungmenni á heimsvísu upplifað einkenni kvíða og þunglyndis í faraldrinu, að því er greint frá í skýrslunni. Geðheilbrigðisvandi bandaríkjamanna var þegar farinn að aukast fyrir faraldurinn en 28% fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna kvíða eða þunglyndis árið 2018 samanborið við árið 2007.

Ástæðurnar fyrir því eru flóknar en tengsl ungs fólks við vini og ættingja og aukin samfélagsmiðlanotkun spilar veigamikinn þátt.

„Ungt fólk er mjög berskjaldað fyrir skilaboðum sem það fær í gegnum samfélagsmiðla og poppkúltúr, skilaboð um að þau séu ekki nógu aðlaðandi, vinsæl, gáfuð eða rík, sem hefur mjög neikvæð á sjálfsvirðingu þeirra,“ segir Murthy í skýrslunni. „Í ofanálag hefur illa gengið að draga úr loftslagsbreytingum, draga úr tekjuójöfnuði, útrýma kynþáttahatri, ópíóðafaraldrinum og byssuofbeldi.“

Barnalæknar lýsa yfir neyðarástandi

Samtök barnalækna og barnaspítala í bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi í geðheilbrigðismálum ungs fólks í október síðastliðnum og telur Murthy fulla ástæðu til að grípa til harðari aðgerða í þeim efnum.

Þótt samfélagsmiðlum sé gjarnan kennt um versnandi geðheilsu ungs fólks bendir rannsókn Murty til þess að skjátími einn og sér sé ekki sökudólgurinn. Samfélagsmiðlar magni frekar upp tilfinningalegt ástand ungmenna, sem ýti svo enn frekar undir andlega vanlíðan þeirra.

Bonnie Nagel, barnataugasálfræðingur við Heilsu- og vísindaháskólann í Oregon segir samskipti ungmenna á netinu ekki fullnægja þörfum þeirra fyrir tengingu við annað fólk.

Nýleg rannsókn Nagel bendir til þess að einmannaleiki sé lykilorsök þunglyndis og sjálfsvígshugsana.

„Ég held það séu ekki einlæg tengsl fólgin í því að eiga í samskiptum við einhvern á netinu,“ segir Nagel.

Landlæknir kallar eftir tafarlausum aðgerðum

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl milli aukinnar samfélagsmiðlanotkunar og verri svefn- og hreyfivenja ungs fólks. Þrátt fyrir að eyða óteljandi klukkutímum á samfélagsmiðlum á hverjum degi eru ungmenni meira einmanna en nokkur annar aldurshópur.

Yfirvöld og vísindamenn viðurkenna að undirliggjandi orsökir þess hafa ekki verið rannsakaðar til hlýtar. Að mati Murthy þurfi að taka vandanum alvarlega og eyða meira fjármagni í að reyna ráða úr honum.

„Núverandi ástand krefst tafarlausra aðgerða,“ segir í niðurstöðum rannsóknar hans.

mbl.is