Freyja dregur Þór til Reykjavíkur

Landhelgisgæslan | 17. desember 2021

Freyja dregur Þór til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja hóf í kvöld að draga varðskipið Þór og er komin hálfa leið með skipið til Reykjavíkur. Ákveðið var að færa Þór úr höfninni í Hafnarfirði til Reykjavíkur sökum plássleysis, en þar hefur hann verið í slipp um nokkra hríð.

Freyja dregur Þór til Reykjavíkur

Landhelgisgæslan | 17. desember 2021

Varðskipið Þór verður í Reykjavíkurhöfn.
Varðskipið Þór verður í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskipið Freyja hóf í kvöld að draga varðskipið Þór og er komin hálfa leið með skipið til Reykjavíkur. Ákveðið var að færa Þór úr höfninni í Hafnarfirði til Reykjavíkur sökum plássleysis, en þar hefur hann verið í slipp um nokkra hríð.

Varðskipið Freyja hóf í kvöld að draga varðskipið Þór og er komin hálfa leið með skipið til Reykjavíkur. Ákveðið var að færa Þór úr höfninni í Hafnarfirði til Reykjavíkur sökum plássleysis, en þar hefur hann verið í slipp um nokkra hríð.

Viðgerðin heldur áfram í Reykjavík, að sögn Ásgríms L. Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs.

„Þór var til viðhalds og viðgerða í Hafnarfirði og það er ekki búið að ganga frá viðgerðinni. Skip fara að tínast inn fyrir jól og það var orðið plássleysi í Hafnarfirði svo við ákváðum að nota tækifærið meðan Freyja var á svæðinu og draga skipið til Reykjavíkur,“ segir hann í samtali við mbl.is.

mbl.is