Tískuvikan í París hafin

Tískuvikan í París | 2. mars 2022

Tískuvikan í París hafin

Tískuvikan í París hófst á mánudag og stendur fram á næsta þriðjudag, 8. mars. „Evrópa á nú í stríði og Úkraínska þjóðin býr við hræðslu og uppnám,“ sagði Ralph Toledano, forseti Tískusambands Frakka við opnun Tískuvikunnar þar sem það hausttíska kvenna verður kynnt. Hann hvatti gesti til að hafa alvarleika heimsmála í huga þegar þeir fylgdust með tískusýningunum.

Tískuvikan í París hafin

Tískuvikan í París | 2. mars 2022

Tískuhönnuðarins Virgil Abloh hjá Off-White tískuhúsinu var minnst við opnun …
Tískuhönnuðarins Virgil Abloh hjá Off-White tískuhúsinu var minnst við opnun vikunnar, en hann lést á síðasta ári. AFP

Tískuvikan í París hófst á mánudag og stendur fram á næsta þriðjudag, 8. mars. „Evrópa á nú í stríði og Úkraínska þjóðin býr við hræðslu og uppnám,“ sagði Ralph Toledano, forseti Tískusambands Frakka við opnun Tískuvikunnar þar sem það hausttíska kvenna verður kynnt. Hann hvatti gesti til að hafa alvarleika heimsmála í huga þegar þeir fylgdust með tískusýningunum.

Tískuvikan í París hófst á mánudag og stendur fram á næsta þriðjudag, 8. mars. „Evrópa á nú í stríði og Úkraínska þjóðin býr við hræðslu og uppnám,“ sagði Ralph Toledano, forseti Tískusambands Frakka við opnun Tískuvikunnar þar sem það hausttíska kvenna verður kynnt. Hann hvatti gesti til að hafa alvarleika heimsmála í huga þegar þeir fylgdust með tískusýningunum.

Stríðið í Úkraínu setur dökkan svip á Tískuvikuna, en búist hafði verið við því að loksins yrði hægt að hafa sýninguna eins og hún hefði verið fyrir tíma covid-faraldursins fyrir tveimur árum, en búist er við nánasts húsfylli á sýningarnar. 95 tískuhús ætla að sýna á staðnum og aðeins 13 nýta netið fyrir sýningar sínar.

Andlát Virgil Abloh hjá Off-White

Einnig setti andlát hins bandaríska Virgil Abloh svip á opnunina. Hann dó úr krabbameini í nóvember, aðeins 41 árs gamall. Hann var aðalhönnuður Off-White tískuhússins og hafði unnið talsvert með Kanye West og undir hans stjórn var Off-White einn af hástökkvurum tískuheimsins í herratísku.

Áður en hann lést lá fyrir að hann myndi hanna einnig fyrir tískurisann Louis Vuitton, sem á meirihlutann í Off-White. Þeir telja að Off-White geti haldið áfram að stækka þrátt fyrir fráfall Virgil Abloh. „Off-White er í sömu stöðu og Dior var árið 1957 þegar stjórnandi þess lést,“ sagði forstjóri tískurisans Michael Burke við fjölmiðla. „Spurningin er hvaða anda og hugmyndir hefur hann skilið eftir. Ef gildin og sérkenni vörumerkisins eru sterk getur Off-White náð ótrúlega langt.“

Off-White fer á tískupallana nú í fyrsta skipti eftir heimsfaraldurinn og sama má segja um Dior, Chanel og Hermes sem verða líka með sýningar sínar í raunheimum.  Sumir hafa farið þá leið að vera með samsettar sýningar, bæði í raunheimum og á netinu, eins og japanska tískuhúsið Issey Miyake.

Ný leið tækifæri fyrir unga hönnuði

En fyrst sýndu nemendur frá frönsku Tískustofnuninni verk sín með þrívíddar sýndarveruleikasýningu með stafrænum fatnaði fyrir stafrænan heim.

„Stafræni heimurinn er að þróast og mikilvægi hans mun aukast með tímanum og það er mikilvægt að sýna þar,“ sagði Laure Manhes meistaranemi í tískuhönnun fylgihluta. „Það er mikilvægt að minnka bilið á milli alvöru fatnaðs og stafræns, því það gefur t.d. ungum hönnuðum tækifæri að hanna sína tísku án þess leggja út í þann kostnað að búa til fötin fyrst. Það er gott að vera sýnilegur þegar þú ert að byrja ferilinn,“ og hún bætti við að þetta væri frábær viðbót og ætti ekki að hafa nein áhrif á hefðbundnar tískusýningar. „En þetta er ný leið til að ná sambandi við neytendur og mun þróast áfram.“

mbl.is