„Hvað verður um Anderson-eftirlíkingar heimsins?

Tískuvikan í París | 21. október 2023

„Hvað verður um Anderson-eftirlíkingar heimsins?

Fáar konur hafa haft jafnmikil áhrif á útlit kvenna síðustu 34 árin og Pamela Anderson. Fólk þarf ekki að fara lengra en í Kópavog, til dæmis bara í Salalaugina, til þess að sjá íslenskar Anderson-eftirlíkingar með húðflúraðan gaddavír ofarlega á vinstri upphandlegg og jafnvel örþunnar húðflúraðar bogadregnar augabrúnir sem farnar eru að missa lit. Það var því ákveðið áfall fyrir ákveðinn hóp fólks þegar Anderson kom til dyranna eins og hún var klædd. Náföl og sviplaus.

„Hvað verður um Anderson-eftirlíkingar heimsins?

Tískuvikan í París | 21. október 2023

Pamela Anderson mætti óförðuð á tískuvikuna í París á dögunum. …
Pamela Anderson mætti óförðuð á tískuvikuna í París á dögunum. Myndin hægra megin var tekin 2005. Samsett mynd

Fáar konur hafa haft jafnmikil áhrif á útlit kvenna síðustu 34 árin og Pamela Anderson. Fólk þarf ekki að fara lengra en í Kópavog, til dæmis bara í Salalaugina, til þess að sjá íslenskar Anderson-eftirlíkingar með húðflúraðan gaddavír ofarlega á vinstri upphandlegg og jafnvel örþunnar húðflúraðar bogadregnar augabrúnir sem farnar eru að missa lit. Það var því ákveðið áfall fyrir ákveðinn hóp fólks þegar Anderson kom til dyranna eins og hún var klædd. Náföl og sviplaus.

Fáar konur hafa haft jafnmikil áhrif á útlit kvenna síðustu 34 árin og Pamela Anderson. Fólk þarf ekki að fara lengra en í Kópavog, til dæmis bara í Salalaugina, til þess að sjá íslenskar Anderson-eftirlíkingar með húðflúraðan gaddavír ofarlega á vinstri upphandlegg og jafnvel örþunnar húðflúraðar bogadregnar augabrúnir sem farnar eru að missa lit. Það var því ákveðið áfall fyrir ákveðinn hóp fólks þegar Anderson kom til dyranna eins og hún var klædd. Náföl og sviplaus.

Spólum aðeins til baka.

Pamela Anderson varð heimsfræg árið 1989 þegar hún sprangaði um strendur Kaliforníu í Bandaríkjunum. Rauður sundbolur huldi lítið meira en helstu einkastaði. Þrátt fyrir að sparlega hafi verið farið með efnið þegar sundbolurinn var saumaður fór það ekki fram hjá áhorfendum Baywatch að barmurinn var ekki sköpunarverk guðs. Hann var búinn til á skurðstofu og haggaðist ekki.

Heimsbyggðin tók andköf. Karlar í öllum aldursflokkum, drengir, feður þeirra, afar og jafnvel langafar með aldurstengda fjarsýni, soguðust inn í túbusjónvörp. Þeir voru óviðræðuhæfir á meðan og sýndu á sama tíma nokkur líkamleg einkenni. Þeir urðu rjóðir í kinnum og blóðflæði jókst svo til ákveðinna líkamsparta. Svo mikið reyndar að þeir gátu ekki horft á túbusjónvarpið nema undir teppi.

Pamela Anderson lék hina saklausu C.J. Parker í Baywatch.
Pamela Anderson lék hina saklausu C.J. Parker í Baywatch. Samsett mynd

Sérfræðingar í mannlegum samskiptum þreytast ekki á því að segja fólki að karlar og konur séu ekkert sérlega góð í að skilja hvort annað. Þegar karlinn segir eitthvað heyrir konan eitthvað allt annað og öfugt. Svona erfast samskipti kynjanna á milli kynslóða og hjónaskilnuðum fjölgar bara. Vegna þessara slöku samskipta á milli kynjanna gerist ýmislegt skringilegt sem hefur áhrif á söguna. Þetta er svona eins og með Pamelu Anderson. Þegar karlarnir soguðust inn í túbusjónvarpið hugsuðu þær kannski bara þetta:

„Við þurfum að verða eins og hún svo þeir taki eftir okkur og virði okkur. Vilji giftast okkur og eignast með okkur börn og heimili.“ Þannig varð til fjöldahreyfing sem leit öll eins út. Sumar Anderson-eftirlíkingarnar voru metnaðarfullar og trúverðugar. Þær skörtuðu miklu aflituðu hári sem var blásið og með góðri lyftingu við rótina. Þær settu á sig einkennismerki frumeintaksins sem var fíngert gaddavírshúðflúr sem var sett ofarlega á vinstri handlegg og létu húðflúra bogadregnar augabrúnir á sig í leiðinni.

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. LUCAS JACKSON/AFP
Þessi mynd var tekin af Pamelu Anderson 2009.
Þessi mynd var tekin af Pamelu Anderson 2009. JOHN SELKIRK/AFP
Hér sést húðflúraði gaddavírinn nokkuð vel.
Hér sést húðflúraði gaddavírinn nokkuð vel. AFP

Þær förðuðu andlitið vel með kökumeiki sem þótt fínt á þeim tíma og settu áberandi brúnbleikan varalitablýant í kringum varirnar til þess að láta þær virka stærri. Þetta var áður en farið var að bjóða upp á varastækkun í bílskúrum í úthverfum og létu varalitablýant duga. Við stóru varirnar, hárið og húðflúrið fóru þær í eins efnislítil föt og þær komust upp með. Það var tvennt sem Anderson-eftirlíkingar sóttu mikið í og það voru sokkabuxur með bossalyftingu og töfrabrjóstahaldarar sem gátu látið alla helstu tepoka heimsins líta út eins og barm frumeintaksins.

Fjöldahreyfingin dreifði sér um heiminn. Sumar fundu sinn Hasselhoff og lifðu góðu lífi til æviloka. Aðrar urðu fyrir áfalli þegar þær áttuðu sig á því að makaval væri í raun efnafræði og hefði ekkert með útlit að gera. Þær sátu því eftir með sárt ennið og kjánalegt gaddavírs-húðflúr á handleggnum. Ofan á allt bættust við miklir bakverkir sem höfðu skapast í kjölfar brjóstastækkunar. Það tekur á líkama og sál að bæta 350 grömmum við hvort brjóst. Auk þess gera stórir brjóstapúðar allar brjóstaskimanir erfiðari sem er allt í lagi að hugsa út í í bleikum október.

Þótt ákveðinn hópur hefði fengið sjokk yfir ófarðaðri Pamelu Anderson þá var það ekki farðaskortur sem truflaði fólkið á kaffistofum landsins. Það var að hún væri 56 ára – ekki 22 ára eins og hún var þegar hún hoppaði inn á Baywatch-vagninn. Lítur hún vel út ef miðað er við 56 ára manneskju sem hefur lifað upplifað flest sem mannleg tilvera býður upp á? Örugglega, eða ég veit það ekki. Pamela Anderson sagði í viðtali við Elle Magazine í ágúst að hún væri hætt að mála sig eftir að förðunarfræðingur hennar, Alexis Vogel, lést úr brjóstakrabbameini.

„Hún var sú besta. Án hennar er það bara betra fyrir mig að vera ekki með andlitsfarða,“ sagði Anderson sem lýsti þessu sem bæði frelsandi og skemmtilegu auk þess sem það sýnri ákveðna uppreisn. Hún mælir með að aðrar konur stígi einnig þetta skref.

„Við byrjum öll að líta undarlega út þegar við eldumst. Ég hlæ stundum að mér þegar ég lít í spegilinn. Er þetta raunverulega að gerast? spyr ég sjálfa mig. Þetta er ferðalag.“ Já já, þetta er örugglega ferðalag – ferðalag án farða er svolítið eins og helgarferð í Ármúla og Síðumúla. Góða skemmtun.

mbl.is