Mætti ómáluð á tískuvikuna í París

Pamela Anderson hlaut mikið lof fyrir að mæta á viðburði …
Pamela Anderson hlaut mikið lof fyrir að mæta á viðburði tískuvikunnar í París ómáluð. Skjáskot/Instagram

Pamela Anderson vakti mikla athygli á tískuvikunni í París fyrir að mæta á viðburði ómáluð.

Aðdáendur hennar hafa verið duglegir að hrósa henni og segja að hún líti frábærlega út. Hún virki hamingjusöm og sátt við lífið.

Leikkonan Jamie Lee Curtis birti myndir á Instagram af Pamelu Anderson án farða og sagði byltinguna um náttúrulega fegurð vera hafna.

„Pamela Anderson á tískuviku innan um allt þetta prjál og þrýsting og pósur og þessi kona mætir í öllu sínu veldi með ekkert á andlitinu. Ég er svo ánægð með þetta hugrekki og þessa uppreisn,“ sagði Curtis.

Anderson sagði í viðtali við Elle Magazine í ágúst að hún væri hætt að mála sig eftir að förðunarfræðingur hennar, Alexis Vogel, lést úr brjóstakrabbameini.

„Hún var sú besta. Án hennar er það bara betra fyrir mig að vera ekki með andlitsfarða,“ sagði Anderson sem lýsti þessu sem bæði frelsandi og skemmtilegu auk þess sem það sýnir ákveðna uppreisn. Hún mælir með að aðrar konur stígi einnig þetta skref.

„Við byrjum öll að líta undarlega út þegar við eldumst. Ég hlæ stundum að mér þegar ég lít í spegilinn. Er þetta raunverulega að gerast? spyr ég sjálfa mig. Þetta er ferðalag.“

Pamela Anderson stórglæsileg á tískuvikunni.
Pamela Anderson stórglæsileg á tískuvikunni. Skjáskot/Instagram
Anderson segist vera hætt að mála sig eftir að förðunarfræðingur …
Anderson segist vera hætt að mála sig eftir að förðunarfræðingur hennar lést. Skjáskot/Instagram
Konur eiga að gera það sem þær vilja.
Konur eiga að gera það sem þær vilja. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál