Blásið hár og spenna í hliðinni

Tískuvikan í París | 6. apríl 2022

Blásið hár og spenna í hliðinni

Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tískusýningu franska tískuhússins Chanel í París á dögunum voru margar fyrirsætur með blásið hár og spennu í hliðinni. Slíkar greiðslur eru stelpulegar og einfaldar í framkvæmd. Til þess að geta framkallað þetta útlit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hárnæringu.

Blásið hár og spenna í hliðinni

Tískuvikan í París | 6. apríl 2022

Hér er hárið skipt til hliðar og spenna sett í …
Hér er hárið skipt til hliðar og spenna sett í hina hliðina.

Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tískusýningu franska tískuhússins Chanel í París á dögunum voru margar fyrirsætur með blásið hár og spennu í hliðinni. Slíkar greiðslur eru stelpulegar og einfaldar í framkvæmd. Til þess að geta framkallað þetta útlit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hárnæringu.

Vel blásið hár er að koma mjög sterkt inn hvort sem fólk er 13 ára eða 92 ára. Á tískusýningu franska tískuhússins Chanel í París á dögunum voru margar fyrirsætur með blásið hár og spennu í hliðinni. Slíkar greiðslur eru stelpulegar og einfaldar í framkvæmd. Til þess að geta framkallað þetta útlit þarftu að þvo hárið vel og setja í það hárnæringu.

Svo þarftu að setja hitavörn í hárið áður en það er blásið og gott er að setja örlitla lyftingu með sérstöku spreyi. Byrjaðu á því að halla þér fram og þurrka hárið á hvolfi svo það komi næg lyfting í rótina og þegar hárið er orðið þurrt í rótina skaltu snúa þér við og taka lokk fyrir lokk og blása hann vel.

Gamli góði krulluburstinn er að koma sterkur inn og ef það er eitthvað sem mæður og ömmur þessa lands ættu að geta kennt þeim yngri þá er það að nota hárblásara og krullubursta. Hárblástur er svolítið eins og læra á skíði. Fólk þarf að læra réttu tökin og æfa sig svo mjög mikið til að ná árangri. Þannig er þetta líka með hárið og í rauninni með eiginlega allt í lífinu.

Það er nauðsynlegt að eiga góðan hárblásara. Þessi er frá …
Það er nauðsynlegt að eiga góðan hárblásara. Þessi er frá HH Simonsen og fæst á hárgreiðslustofum.
Það ættu allir að geta lært að blása á sér …
Það ættu allir að geta lært að blása á sér hárið.
Spenna og stórir eyrnalokkar fara vel saman.
Spenna og stórir eyrnalokkar fara vel saman.
Það er fallegt að taka hárið frá andlitinu með spennu.
Það er fallegt að taka hárið frá andlitinu með spennu.
mbl.is