Grímur í tonnavís í tunnum

Kórónuveiran COVID-19 | 13. maí 2022

Grímur í tonnavís í tunnum

Í kórónuveirufaraldri síðustu tveggja ára tóku grímur sitt pláss í sorptunnum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lauslegri áætlun Sorpu var 48 tonnum af grímum hent í tunnurnar í fyrra. Samsvarar það um 200 grömmum á mann að meðaltali eða tæpum 60 grímum miðað við að hver gríma vegi um 3,5 grömm.

Grímur í tonnavís í tunnum

Kórónuveiran COVID-19 | 13. maí 2022

Gríma á víðavangi.
Gríma á víðavangi.

Í kórónuveirufaraldri síðustu tveggja ára tóku grímur sitt pláss í sorptunnum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lauslegri áætlun Sorpu var 48 tonnum af grímum hent í tunnurnar í fyrra. Samsvarar það um 200 grömmum á mann að meðaltali eða tæpum 60 grímum miðað við að hver gríma vegi um 3,5 grömm.

Í kórónuveirufaraldri síðustu tveggja ára tóku grímur sitt pláss í sorptunnum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lauslegri áætlun Sorpu var 48 tonnum af grímum hent í tunnurnar í fyrra. Samsvarar það um 200 grömmum á mann að meðaltali eða tæpum 60 grímum miðað við að hver gríma vegi um 3,5 grömm.

Byggt er á húsasorpsrannsókn sem gerð var í nóvember í flestum sorphirðuhverfum á höfuðborgarsvæðinu. Hluta tímabilsins var ekki grímuskylda og því óljóst hvort niðurstöðurnar spegla árið í heild, en þær ættu að gefa ákveðnar vísbendingar, að sögn Gyðu S. Björnsdóttur, umhverfisstjóra Sorpu.

Í fyrra dróst magn húsasorps saman á höfuðborgarsvæðinu, en alls komu þá 32.820 tonn af heimilissorpi upp úr tunnunum. Óflokkað plast jókst um tvö kíló á mann miðað við árið á undan og reyndust 22,3 kíló af plasti á íbúa vera í sorptunnunni. Aukninguna er talið að rekja megi til kórónuveikinnar, en þá var mikil notkun á einnota hlutum og fólk hvatt til að flokka ekki rusl sem gæti borið með sér smit.

mbl.is