Missa af afmæli Lilibet í Bretlandi

Kóngafólk | 31. maí 2022

Missa af afmæli Lilibet í Bretlandi

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja verða ekki viðstödd eins árs afmæli Lilibet Díönu, dóttur Harrys og Meghan í Bretlandi. Lilibet er á leiðinni í fyrsta sinn til Bretlands með foreldrum sínum í vikunni en hertogahjónin af Cambridge hafa öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. 

Missa af afmæli Lilibet í Bretlandi

Kóngafólk | 31. maí 2022

Meghan og Harry eru á leiðinni til Bretlands. Bróðir hans …
Meghan og Harry eru á leiðinni til Bretlands. Bróðir hans verður upptekinn. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja verða ekki viðstödd eins árs afmæli Lilibet Díönu, dóttur Harrys og Meghan í Bretlandi. Lilibet er á leiðinni í fyrsta sinn til Bretlands með foreldrum sínum í vikunni en hertogahjónin af Cambridge hafa öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja verða ekki viðstödd eins árs afmæli Lilibet Díönu, dóttur Harrys og Meghan í Bretlandi. Lilibet er á leiðinni í fyrsta sinn til Bretlands með foreldrum sínum í vikunni en hertogahjónin af Cambridge hafa öðrum mikilvægari hnöppum að hneppa. 

Harry og Meghan ætla að koma með börnin Lilibet og Archie til Bretlands til þess að fagna 70 ára drottningarafmæli Elísabetar. Vilhjálmur og Katrín hafa aldrei hitt Lilibet og ekki hitt Archie síðan hann var nokkurra mánaða. Lilibet verður eins árs laugardaginn 4. júní en sama dag taka hertogahjónin af Cambridge þátt í hátíðarhöldum í Cardiff að því er fram kemur á vef Daily Mail. 

Elísabet Bretadrottningu verður fagnað á næstu dögum.
Elísabet Bretadrottningu verður fagnað á næstu dögum. AFP

Drottningin er hins vegar talin munu hitta Harry, Meghan og börnin í eins árs afmæli Lilibet. Fjölskyldan mun dvelja í Frogmore Cottage þar sem þau bjuggu áður en þau fóru til Bandaríkjanna. Nú býr Eugenie prinsessa þar en hún er sögð hafa flutt út fyrir komu Harrys og fjölskyldu. 

Fréttir af ferð Vilhjálms og Katrínar á afmælisdegi Lilibet ber ekki að túlka eins og leiðindi. Bræðurnir eru sagðir funda reglulega í gegnum fjarskiptabúnað til þess að laga stirt samband sitt. 

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins.
Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins. AFP
mbl.is