Flytja nær drottningunni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. júní 2022

Flytja nær drottningunni

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, eru sögð standa í miðjum búferlaflutningum um þessar mundir. Hyggjast hjónin flytja með börn sín þrjú; Georg, Karlottu og Lúðvík, í eitt af konunglegu híbýlunum sem staðsett eru við Windsor-kastala.

Flytja nær drottningunni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 14. júní 2022

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, eru sögð standa í miðjum búferlaflutningum um þessar mundir. Hyggjast hjónin flytja með börn sín þrjú; Georg, Karlottu og Lúðvík, í eitt af konunglegu híbýlunum sem staðsett eru við Windsor-kastala.

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, eru sögð standa í miðjum búferlaflutningum um þessar mundir. Hyggjast hjónin flytja með börn sín þrjú; Georg, Karlottu og Lúðvík, í eitt af konunglegu híbýlunum sem staðsett eru við Windsor-kastala.

Flutningurinn er sagður lengi hafa staðið til og er ástæðan sögð vera sú að Vilhjálmur og Katrín vilji vera nær Elísabetu drottningu, sem er orðin 96 ára gömul.

Í nokkra mánuði hafa hertogahjónin verið að skoða skóla fyrir börn sín í nágrenni við nýja heimilið. Eftir því sem fram kemur á vefmiðlinum Page Six duttu hertogahjónin inn á hinn fullkomna skóla í Berkshire sem getur tekið við öllum þremur börnum þegar næsta skólaár hefst.

Þrátt fyrir að fjölskyldan sé nú að flytja varanlegt heimili sitt mun hún samt eiga aðsetur áfram í London. Vilhjálmur og Katrín eru sögð vilja halda gamla heimilinu, íbúð 1A í Kensington-höll, jafnt sem dvalarstað sínum í Norfolk í Anmer-höll. 

Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til með að hafa jákvæð áhrif á þær konunglegu skyldur og störf sem hertogahjónin þurfa að sinna.  

mbl.is