Um 400 skjálftar frá miðnætti

Eldgos á Reykjanesskaga | 14. júní 2022

Um 400 skjálftar frá miðnætti

Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaganum sem er nokkuð meira en síðastliðinn sólarhring. Skjálftavirknin hefur verið sveiflukennd síðustu vikur en landrisið á skaganum í maí hefur verið að ganga til baka síðustu tvær vikur.

Um 400 skjálftar frá miðnætti

Eldgos á Reykjanesskaga | 14. júní 2022

Skjálftans varð vart í Grindavík.
Skjálftans varð vart í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaganum sem er nokkuð meira en síðastliðinn sólarhring. Skjálftavirknin hefur verið sveiflukennd síðustu vikur en landrisið á skaganum í maí hefur verið að ganga til baka síðustu tvær vikur.

Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti á Reykjanesskaganum sem er nokkuð meira en síðastliðinn sólarhring. Skjálftavirknin hefur verið sveiflukennd síðustu vikur en landrisið á skaganum í maí hefur verið að ganga til baka síðustu tvær vikur.

Laust eftir klukkan eitt í nótt reið síðan jarðskjálfti yfir af stærðinni 3,9 þremur kílómetrum norður af Grindavík. Hundrað eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið á næsta klukkutímanum, þeir stærstu voru af stærðinni 2,9 kl 01:09, 2,8 kl. 01:17 og 2,6 kl. 01:26.

Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, bendir ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna og enginn órói hefur sést á mælingum. Enn er verið að bíða eftir daglegum niðurstöðum GPS-mælinga sem sýna stöðuna á landrisinu, hvort það hafi hækkað eða lækkað.

Hann segir skjálftann hafa fundist víða í nótt á Reykjanesskaganum en hann er sá stærsti í tæpan mánuð. Frá því að landrisið hóf að ganga til baka hafa skjálftarnir langflestir verið á bilinu 1 til 2 að stærð. Enn sé þó talað um skjálftahrinu þó að virknin sé minni en í síðasta mánuði.

mbl.is