Meiri áhætta af því að gera ekki neitt

Úkraína | 29. júní 2022

Meiri áhætta af því að gera ekki neitt

„Það sem ég legg til er að Vesturlönd standi fyrir því að það verði skipulögð alþjóðleg flotasveit sem sigli inn á Svartahafið með stuðningi Tyrklands til að koma í veg fyrir að matvæli festist í Úkraínu og koma þannig í veg fyrir matarskort á heimsvísu,“ segir Ísak Rúnarsson, sem stundar nú MPA-nám í opinberri stjórnsýslu við hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Meiri áhætta af því að gera ekki neitt

Úkraína | 29. júní 2022

„Við höfum séð það í gegnum söguna að hungursneyð leiðir …
„Við höfum séð það í gegnum söguna að hungursneyð leiðir oft til átaka, bæði innanlands og á milli ríkja,“ segir Ísak Einar Rúnarsson.

„Það sem ég legg til er að Vesturlönd standi fyrir því að það verði skipulögð alþjóðleg flotasveit sem sigli inn á Svartahafið með stuðningi Tyrklands til að koma í veg fyrir að matvæli festist í Úkraínu og koma þannig í veg fyrir matarskort á heimsvísu,“ segir Ísak Rúnarsson, sem stundar nú MPA-nám í opinberri stjórnsýslu við hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

„Það sem ég legg til er að Vesturlönd standi fyrir því að það verði skipulögð alþjóðleg flotasveit sem sigli inn á Svartahafið með stuðningi Tyrklands til að koma í veg fyrir að matvæli festist í Úkraínu og koma þannig í veg fyrir matarskort á heimsvísu,“ segir Ísak Rúnarsson, sem stundar nú MPA-nám í opinberri stjórnsýslu við hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.

Ísak ritaði nýlega rannsóknarritgerð um aðgerðir til að koma í veg fyrir yfirvofandi matarskort. fyrir hugveituna Istituto Affari Internazionali (IAI) í Róm í Ítalíu þar sem hann starfar að rannsóknum yfir sumarið, en þar ræðir Ísak hvort Vesturveldin eigi að stíga inn í til að aðstoða við matarflutninga frá Úkraínu.

Ástandið grafalvarlegt

Í ritgerðinni bendir Ísak á að ástandið í heiminum sé grafalvarlegt vegna afleiðinga innrásar Rússlands í Úkraínu. Þar má nefna aukna verðbólgu og spennu á milli Vesturlanda og Rússlands en Ísak tekur fyrir matarskort í ritgerð sinni. „Það er að myndast mjög hættulegt ástand í heiminum vegna matarskorts og við sjáum það strax að matarverð er að hækka upp úr öllu valdi,“ segir Ísak og bætir við að það megi rekja beint til aðgerða Rússa sem sitja nú um eða hafa náð valdi á mörgum hafnarborgum í Úkraínu eins og Ódessu og Maríupol, sem aftur hamlar útflutningi korns og hveitis frá Úkraínu.

Úkraína selur um þrettán prósent af korni, átta prósent af hveiti og stóran hluta af því byggi, sólblómaolíu og fleiru sem framleitt er á heimsvísu og fylgja því gífurleg áhrif ef þessar vörur komast ekki úr landi.

„Við höfum séð það í gegnum söguna að hungursneyð leiðir oft til átaka, bæði innanlands og á milli ríkja,“ segir Ísak og undirstrikar það með því að vísa til arabíska vorsins þar sem hungursneyð stuðlaði að uppreisnum víðs vegar um Mið-Austurlönd í lok árs 2010.

„Þá veltir maður fyrir sér hvort hægt sé að gera eitthvað til að létta á þessu ástandi og þá hvað,“ segir Ísak, sem kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerð sinni að Vesturlönd hafi ekki hagsmuni af því að leyfa óbreyttu ástandi að ganga yfir og að of mikil áhætta felist í því að gera ekki neitt til að sporna gegn matarskorti.

Lengra viðtal við Ísak má nálgast í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

mbl.is