Katrín glæsileg í doppóttu

Fatastíllinn | 9. júlí 2022

Doppótt er mynstur sumarsins hjá Katrínu

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist bláum kjól með hvítum doppum þegar hún lét sjá sig á Wimbledon-mótinu sem haldið er í Bretlandi um þessar mundir. Hertogaynjan hefur ætíð verið hrifin af doppóttum kjólum og er þetta ekki fyrsti doppótti kjóllinn sem hún klæðist í sumar.

Doppótt er mynstur sumarsins hjá Katrínu

Fatastíllinn | 9. júlí 2022

Katrín hertogaynja af Cambridge og eiginmaður hennar Vilhjálmur Bretaprins.
Katrín hertogaynja af Cambridge og eiginmaður hennar Vilhjálmur Bretaprins. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist bláum kjól með hvítum doppum þegar hún lét sjá sig á Wimbledon-mótinu sem haldið er í Bretlandi um þessar mundir. Hertogaynjan hefur ætíð verið hrifin af doppóttum kjólum og er þetta ekki fyrsti doppótti kjóllinn sem hún klæðist í sumar.

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist bláum kjól með hvítum doppum þegar hún lét sjá sig á Wimbledon-mótinu sem haldið er í Bretlandi um þessar mundir. Hertogaynjan hefur ætíð verið hrifin af doppóttum kjólum og er þetta ekki fyrsti doppótti kjóllinn sem hún klæðist í sumar.

Blái kjóllinn sem hertogaynjan klæddist í vikunni er frá Alessöndru Rich. Hann er með fallegu og látlausu belti í miðjunni sem gerir þó mikið fyrir kjólinn.

Kjóllinn er frá Alessöndru Rich.
Kjóllinn er frá Alessöndru Rich. AFP

Þetta var fyrsti leikurinn á móti ársins sem Katrín mætir á, en hún er ötull aðdáandi tennis og fór á leiki á mótinu með fjölskyldu sinni löngu áður en hún kynntist Vilhjálmi Bretaprins og giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. Að þessu sinni var eiginmaður hennar með henni í för.

Í anda Díönu prinsessu

Katrín klæddist einnig doppóttum kjól frá Alessöndru Rich á Ascot-veðreiðunum. Sá kjóll er hvítur með brúnum doppum og þótti Katrín bera af á Ascot í ár, líkt og svo oft áður.

Díana heitin prinsessa, tengdamóðir Katrínar, var einnig hrifin af doppóttum kjólum og er einn af frægari kjólum hennar hvítur kjóll með svörtum doppum. Klæddist hún honum á íþróttaviðburði árið 1986.

Kjóllinn sem Katrín klæddist á Ascot veðreiðunum er frá sama …
Kjóllinn sem Katrín klæddist á Ascot veðreiðunum er frá sama merki og kjóllinn sem hún var í á Wimbledon-mótinu. AFP
Kjóllinn þykir í anda Díönu prinsessu.
Kjóllinn þykir í anda Díönu prinsessu. AFP
mbl.is